Innlent

Óvíst hvaða áhrif yfirlýsingar Vigdísar hafa

Breki Logason skrifar
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands óttast um orðstír Íslands verði Icesave samningarnir felldir og greiddi atkvæði með samningunum. Stjórnmálafræðingur segir þetta sýna á skemmtilegan hátt hvernig málið hreyfir við fólki.

Vigdís Finnbogadóttir sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þar sem hún upplýsti að vel athuguðu máli að hún hefði greitt atkvæði með jáyrði, Icesave-samningnum í vil.

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, er ekki viss um að fordæmi séu fyrir því að fyrrverandi forseti taki þátt í þjóðmálaumræðunni með jafn afgerandi hætti, en bendir þó á að langt er síðan Vigdís lét af embætti, og hún hafi tekið virkan þátt í þjóðlífinu síðan.

Stefanía segir ómögulegt að segja til um áhrifin sem yfirlýsing á borð við þá sem Vigdís sendi frá sér hafi á kjósendur. Hún segir þó að Vigdís njóti bæði virðingar og vinsælda og því líti sjálfsagt margir til þess hvað hún segir. Stefanía ber jáyrði Vigdísar saman við hvatningu Evu Joly til Íslendinga um að segja nei, sem Morgunblaðið greindi frá í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×