Vettel: Keppnin verður löng og ströng 9. apríl 2011 13:50 Fremstu menn á ráslínu á morgun. Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 í sautjánda skipti á ferlinum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum fyrir kappaksturinn í Malasíu, sem verður í fyrramálið. Hann er efstur að stigum í stigamóti ökumanna eftir sigur í fyrsta móti ársins í Ástralíu. „Vettel hrósaði liðsmönnum sínum og þeim sem sjá um KERS kerfið í bílnum, sem hann nýtti ekki í fyrsta kapppakstrinum vegna vandamála á æfingum með það. En KERS kerfið virkaði vel í bílum Vettels og Mark Webber í dag, en það skilar 80 auka hestöflum í 6.67 sekúndur í hverjum hring, þegar ýtt er á takka í stýrinu. Vettel taldi að án KERS hefðu hvorki hann né Mark Webber náð því að vera meðal þeirra fremstu á ráslínu, en Webber er þriðji, en Lewis Hamilton á undan. „Keppnin verður löng og ströng. Ég var ánægður með bílinn um helgina, en náði aldrei takti við hann, en hafði trú og allt gekk án vandamála í tímatökunni. Ég er mjög ánægður með útkomuna og bestu þakkir til liðsmanna minna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna og staða hans á ráslínu er vænleg. Hann er í sautjánda skipti fremstur á ráslínu. „Það er mjög mikilvægt að vera á hreinni hluta brautarinnar, sérstaklega af því það er búið að víxla rásstöðum, en sjáum hvað gerist. Það á margt eftir að koma í ljós. Þegar maður vaknar á morgun, þá er dagurinn í dag liðinn tíð og nýir möguleikar í boði." „Augljóslega þegar maður ræsir fremstur að stað er ekki hægt að bæta stöðuna, en það þarf að klára verkið. Ég er hissa á að það hefur ekkert rignt, en það eru líkur á rigningu, þannig að það er ekki hægt að bóka neitt fyrirfram", sagði Vettel Veðrið gæti spilað inn í myndina í kappakstrinum og hvernig keppnisáætlun manna varðandi dekkjamál verður, en ökumenn verða að nota bæði mjúk og hörð dekk ef þurrt er. Mótið í Malasíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 7.30 í fyrramálið í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 í sautjánda skipti á ferlinum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum fyrir kappaksturinn í Malasíu, sem verður í fyrramálið. Hann er efstur að stigum í stigamóti ökumanna eftir sigur í fyrsta móti ársins í Ástralíu. „Vettel hrósaði liðsmönnum sínum og þeim sem sjá um KERS kerfið í bílnum, sem hann nýtti ekki í fyrsta kapppakstrinum vegna vandamála á æfingum með það. En KERS kerfið virkaði vel í bílum Vettels og Mark Webber í dag, en það skilar 80 auka hestöflum í 6.67 sekúndur í hverjum hring, þegar ýtt er á takka í stýrinu. Vettel taldi að án KERS hefðu hvorki hann né Mark Webber náð því að vera meðal þeirra fremstu á ráslínu, en Webber er þriðji, en Lewis Hamilton á undan. „Keppnin verður löng og ströng. Ég var ánægður með bílinn um helgina, en náði aldrei takti við hann, en hafði trú og allt gekk án vandamála í tímatökunni. Ég er mjög ánægður með útkomuna og bestu þakkir til liðsmanna minna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna og staða hans á ráslínu er vænleg. Hann er í sautjánda skipti fremstur á ráslínu. „Það er mjög mikilvægt að vera á hreinni hluta brautarinnar, sérstaklega af því það er búið að víxla rásstöðum, en sjáum hvað gerist. Það á margt eftir að koma í ljós. Þegar maður vaknar á morgun, þá er dagurinn í dag liðinn tíð og nýir möguleikar í boði." „Augljóslega þegar maður ræsir fremstur að stað er ekki hægt að bæta stöðuna, en það þarf að klára verkið. Ég er hissa á að það hefur ekkert rignt, en það eru líkur á rigningu, þannig að það er ekki hægt að bóka neitt fyrirfram", sagði Vettel Veðrið gæti spilað inn í myndina í kappakstrinum og hvernig keppnisáætlun manna varðandi dekkjamál verður, en ökumenn verða að nota bæði mjúk og hörð dekk ef þurrt er. Mótið í Malasíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 7.30 í fyrramálið í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira