Innlent

Segir kosningaúrslitin tvísýn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Andersen er ánægð með kosningabaráttu Advice hópsins.
Sigríður Andersen er ánægð með kosningabaráttu Advice hópsins.
Sigríður Andersen, hjá Advice hópnum sem berst gegn samþykkt Icesave samningsins, telur að kosningaúrslit verði tvísýn.

„Ég geri mér grein fyrir því að það er mjótt á mununum, en það er alveg augljóst að málstaður okkar hefur notið vaxandi fylgis," segir Sigríður. Hún segir að það skipti máli að baráttan hafi verið málefnaleg og heiðarleg. „Við hjá Advice erum ánægð með okkar baráttu," segir Sigríður.

Sigríður segist ekki telja að allt fari í kaldakol á mánudaginn. Aðspurð segir hún ekki að Moodys muni lækka lánshæfismatið eða að hótanir muni berast um uppsögn á EES samningnum. „Ef svo ólíkega vildi til þá held ég að við höfum alla burði til að svara því," segir Sigríður.

Sigríður segir að málstaðurinn eigi samúð meðal Evrópuþjóða þó víðar væri leitað. „Ég held að menn sjái hversu miklir hagsmunir eru í húfi fyrir okkur," segir Sigríður. Menn taki undir það sjónarmið að ríkið eigi ekki að taka ábyrgð á skuldum einkaaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×