Viðurkennum Palestínu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 22. september 2011 10:30 Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill. Ég átti viðræður við aldinn og virtan skurðlækni á Gaza, Mustafa Abdul Shafi, í desember í fyrra stuttu áður en hann lést. Dr. Mustafa hafði verið í tengslum við kommúnista á sínum tíma, en þeir voru eini stjórnmálahópurinn meðal Palestínumanna sem samþykkti skiptinguna. Hvers vegna? Við töldum að ef við samþykktum ekki að gyðingar fengju helming landsins tækju þeir miklu meira. Reynslan hefur heldur betur sýnt að dr. Mustafa og skoðanabræður hans höfðu rétt fyrir sér. Gyðingar hafa fyrir löngu lagt alla Palestínu undir sig. Það gerðu þeir í tveimur áföngum. Fyrst í stríðinu frá 1948-49 er þeir náðu um það bil helmingi af þeim hluta sem Palestínumönnum var ætlaður og afganginn, það er 22% sem eftir var, tóku þeir í Sex daga stríðinu 1967. Ísraelsríki var stofnað í maí 1948, þegar Bretar afsöluðu sér sínu hlutverki sem nýlenduþjóð, en Palestínumenn voru ekki reiðubúnir að stofna ríki þá, hvorki gátu né vildu. Nú, eftir 63 ára hernám og landflótta stórs hluta þjóðarinnar og 44 ára hernám allrar Palestínu, eru Palestínumenn reiðubúnir að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki á þeim fimmtungi Palestínu sem tekinn var af þeim í júní 1967. Þeir krefjast ekki einu sinni þess tæpa helmings landsins sem SÞ höfðu ætlað þeim 1947, hvað þá heldur alls landsins. Þessa miklu og sögulegu eftirgjöf sannfærði Yasser Arafat þjóðina um að væri nauðsynleg og í dag hafa öll stjórnmálaöfl í Palestínu sæst á hana með einum eða öðrum hætti, þar á meðal Hamas-samtökin sem styðja stofnun Palestínuríkis innan landamæranna frá 1967. Það gerir Ísraelsstjórn hins vegar ekki. Ísraelsríki hefur aldrei verið reiðubúið að skilgreina nein landamæri fyrir sig. Það er fátt sem bendir til þess að nokkur leiðtogi Ísraelsríkis hafi ætlað sér að skila einum einasta landskika sem tekinn hefur verið. Til þess benda landtökubyggðirnar sem allir flokkar hafa staðið að. Undantekningin er ef til vill Yitshak Rabin forsætisráðherra sem var myrtur af eigin mönnum, fyrir sinn friðarvilja. Palestínska þjóðin er herlaus og hefur ekki haft tök á að verjast grimmilegum árásum Ísraelshers sem íbúar herteknu svæðanna hafa endalaust mátt þola. Þar á í hlut eitt öflugasta herveldi heims gegn varnarlausum íbúum. Aðskilnaðarmúr, samgönguhindranir, loftárásir, eyðilegging á möguleikum til sjálfsbjargar, hvort sem er við ávaxtarækt, landbúnað, fiskveiðar eða iðnað, þá er fátt eitt talið sem hernámið hefur haft í för með sér. Það er löngu komið nóg. Umheimurinn getur ekki endalaust horft upp á þessa miskunnarlausu kúgun einnar þjóðar á annarri. Viðurkenning Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis er fyrsta skrefið til að binda enda á hernámið og koma á réttlátum friði. Þrátt fyrir hinn mikla stuðning sem palestínska þjóðin nýtur meðal Sameinuðu þjóðanna getur Bandaríkjastjórn beitt neitunarvaldi gegn fullri aðild Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Það er þá í 42. skiptið sem Bandaríkin beita valdi sínu gegn rétti palestínsku þjóðarinnar. Skömm Bandaríkjastjórnar er því meiri sem Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrir réttu ári að aðild Palestínu að SÞ yrði fagnað nú, að liðnu ári. Ráðamenn í Ísrael hafa haft það í flimtingum að þeir hafi neitunarvald í Öryggisráðinu. Það sýnir sig nú. Þessi valdbeiting Bandaríkjastjórnar er í samræmi við fyrri stefnu og hvernig Bandaríkin hafa staðið undir stríðsrekstri Ísraels, hernámi þess og kúgun gagnvart nágrönnum, árum og áratugum saman. Ísland hafði á sínum tíma visst frumkvæði með höndum á vettvangi SÞ þegar tillagan um skiptingu Palestínu var samþykkt. Það færi vel á því að Ísland axlaði ábyrgð sína og sýndi frumkvæði nú. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það þarf að gerast strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill. Ég átti viðræður við aldinn og virtan skurðlækni á Gaza, Mustafa Abdul Shafi, í desember í fyrra stuttu áður en hann lést. Dr. Mustafa hafði verið í tengslum við kommúnista á sínum tíma, en þeir voru eini stjórnmálahópurinn meðal Palestínumanna sem samþykkti skiptinguna. Hvers vegna? Við töldum að ef við samþykktum ekki að gyðingar fengju helming landsins tækju þeir miklu meira. Reynslan hefur heldur betur sýnt að dr. Mustafa og skoðanabræður hans höfðu rétt fyrir sér. Gyðingar hafa fyrir löngu lagt alla Palestínu undir sig. Það gerðu þeir í tveimur áföngum. Fyrst í stríðinu frá 1948-49 er þeir náðu um það bil helmingi af þeim hluta sem Palestínumönnum var ætlaður og afganginn, það er 22% sem eftir var, tóku þeir í Sex daga stríðinu 1967. Ísraelsríki var stofnað í maí 1948, þegar Bretar afsöluðu sér sínu hlutverki sem nýlenduþjóð, en Palestínumenn voru ekki reiðubúnir að stofna ríki þá, hvorki gátu né vildu. Nú, eftir 63 ára hernám og landflótta stórs hluta þjóðarinnar og 44 ára hernám allrar Palestínu, eru Palestínumenn reiðubúnir að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki á þeim fimmtungi Palestínu sem tekinn var af þeim í júní 1967. Þeir krefjast ekki einu sinni þess tæpa helmings landsins sem SÞ höfðu ætlað þeim 1947, hvað þá heldur alls landsins. Þessa miklu og sögulegu eftirgjöf sannfærði Yasser Arafat þjóðina um að væri nauðsynleg og í dag hafa öll stjórnmálaöfl í Palestínu sæst á hana með einum eða öðrum hætti, þar á meðal Hamas-samtökin sem styðja stofnun Palestínuríkis innan landamæranna frá 1967. Það gerir Ísraelsstjórn hins vegar ekki. Ísraelsríki hefur aldrei verið reiðubúið að skilgreina nein landamæri fyrir sig. Það er fátt sem bendir til þess að nokkur leiðtogi Ísraelsríkis hafi ætlað sér að skila einum einasta landskika sem tekinn hefur verið. Til þess benda landtökubyggðirnar sem allir flokkar hafa staðið að. Undantekningin er ef til vill Yitshak Rabin forsætisráðherra sem var myrtur af eigin mönnum, fyrir sinn friðarvilja. Palestínska þjóðin er herlaus og hefur ekki haft tök á að verjast grimmilegum árásum Ísraelshers sem íbúar herteknu svæðanna hafa endalaust mátt þola. Þar á í hlut eitt öflugasta herveldi heims gegn varnarlausum íbúum. Aðskilnaðarmúr, samgönguhindranir, loftárásir, eyðilegging á möguleikum til sjálfsbjargar, hvort sem er við ávaxtarækt, landbúnað, fiskveiðar eða iðnað, þá er fátt eitt talið sem hernámið hefur haft í för með sér. Það er löngu komið nóg. Umheimurinn getur ekki endalaust horft upp á þessa miskunnarlausu kúgun einnar þjóðar á annarri. Viðurkenning Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis er fyrsta skrefið til að binda enda á hernámið og koma á réttlátum friði. Þrátt fyrir hinn mikla stuðning sem palestínska þjóðin nýtur meðal Sameinuðu þjóðanna getur Bandaríkjastjórn beitt neitunarvaldi gegn fullri aðild Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Það er þá í 42. skiptið sem Bandaríkin beita valdi sínu gegn rétti palestínsku þjóðarinnar. Skömm Bandaríkjastjórnar er því meiri sem Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrir réttu ári að aðild Palestínu að SÞ yrði fagnað nú, að liðnu ári. Ráðamenn í Ísrael hafa haft það í flimtingum að þeir hafi neitunarvald í Öryggisráðinu. Það sýnir sig nú. Þessi valdbeiting Bandaríkjastjórnar er í samræmi við fyrri stefnu og hvernig Bandaríkin hafa staðið undir stríðsrekstri Ísraels, hernámi þess og kúgun gagnvart nágrönnum, árum og áratugum saman. Ísland hafði á sínum tíma visst frumkvæði með höndum á vettvangi SÞ þegar tillagan um skiptingu Palestínu var samþykkt. Það færi vel á því að Ísland axlaði ábyrgð sína og sýndi frumkvæði nú. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það þarf að gerast strax.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun