Innlent

Hannes sleppur við 400 milljóna skuld að sinni

Hannes Smárason
Hannes Smárason

Hannes Smárason þarf ekki að sinni að standa skil á 400 milljóna króna skuld, samkvæmt sjálfskuldarábyrgð á láni Glitnis til einkahlutafélags hans. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi um þetta í gær.

Niðurstaða dómsins er sú að veita hafi átt Hannesi að minnsta kosti tveggja ára ráðrúm til að efna ábyrgðina. Það hafi ekki verið gert.

Félagið, FI fjárfestingar, er hins vegar dæmt til að greiða skuldina, tæpa 4,7 milljarða króna. Þá er staðfest að Glitnir hafi fyrsta veðrétt í fasteignum félaga í eigu Hannesar – tveimur í Faxafeni og sex landspildum í Grímsnesi – að verðmæti 410 milljónir króna. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×