Formúla 1

Kubica að braggast á spítalanum

Mynd: Getty Images/Paul Gilham

Lotus Renault sendi frá sér tilkynningu í dag sem segir að ástand Robert Kubica fari batnandi og ástand á framhandlegg hans gefi góðar vonir.

Hann slasaðist illa í rallkeppni á Ítalíu á sunnudaginn, þegar rallbíl hans og Jakub Gerber þræddist upp á vegrið sem fór í gegnum bílinn eins og hnífur. Slasaðist Kubica illa á hönd, fótbrotnaði og varð fyrir fleiri meiðslum. Gerber slapp ómeiddur.

Kubica ræddi við ættingja sína og lækna í gær, en honum er haldið sofandi með lyfjum. Kubica er sagður hafa brugðist ágætlega við ástandi sínu og sé tilbúinn að berjast fyrir betri heilsu.

Kubica þarf að fara í aðgerð á fimmtudag til að laga sprungu í öxl og hægri fæti. Nokkrum dögum síðar verða sprungur á olnboga lagfærðar. Talið er að Kubica verði á Santa Corola sjúkrahúsinu í 2-3 vikur, en óljóst hvert hann fer til frekari endurhæfingar.

Meira um mál Kubica






Fleiri fréttir

Sjá meira


×