Fordæma „öfgafullt“ frumvarp: Íþyngjandi fyrir skógrækt Erla Hlynsdóttir skrifar 8. febrúar 2011 10:59 Bæjarstjórn Norðurþings lýsir yfir áhyggjum af því að „duttlingar“ ráðherra hafi áhrif á skógrækt Mynd úr safni / Anton Brink „Það er skoðun bæjarstjórnar Norðurþings að það frumvarp sem hér er kynnt sé öfgafullt og óþarflega íþyngjandi fyrir íbúa landsins. Það á ekki hvað síst við um ákvæði sem virðast íþyngjandi fyrir framgang skógræktar og landgræðslu." Þetta eru lokaorð harðorðrar bókunar bæjarstjórnarinnar frá 25. janúar um frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd. Þar tekur bæjarstjórn undir ítarlega greinargerð bæjarráðs frá 13. janúar og gerir að sínum. Í greinargerðinni eru settar fram alvarlegar athugasemdir við frumvarpið í ellefu liðum. „Hlaðin fordómum" „Ráðið telur tillögurnar öfgafullar og óásættanlegar eins og þær eru kynntar og því tilefni til verulegra athugasemda við frumvarpið af hálfu sveitarfélagsins Norðurþings," segir í bókuninni. Meðal athugasemda er að fjórða grein frumvarpsins um innflutning framandi lífvera á svæði virðist „hlaðin fordómum" í garð nýrra tegunda. Um þriðju grein þar sem fjallað er um náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar segir: „Markmið breytingarinnar virðist helst vera að auka opinber afskipti af breytingum óverulegs votlendis með tilheyrandi skrifræði og tilkostnaði. " Og auk þess: „Það verður að telja gerræðislegt að vernda sérstaklega með lögum öll þau fjölmörgu votlendissvæði sem ekki eru stærri en 1-3 ha að flatarmáli sem sérstæð og fágæt náttúrufyrirbæri."Eykur flækjustig Birkiskóga á einnig að vernda sérstaklega samkvæmt frumvarpinu en þegar eru tiltölulega ítarleg ákvæði til verndar þeim í skógræktarlögum. „Því virðist óþarft, og aðeins til þess fallið að auka flækjustig, að bæta verndun birkiskóga inn í 37. gr. laga um náttúruvernd," segir í bókuninni.Háð duttlingum ráðherra Þegar kemur að dreifingu lifandi lífvera segir í frumvarpinu að ráðherra setji um hana reglugerð, en að ráðherra geti ákveðið að vissum tegundum megi dreifa án leyfis ef ekki er talin hætta á að þær ógni líffræðilegri fjölbreytni. Þetta gagnrýna bæjarstjórnarmenn í Norðurþingi og benda á að engin ákvæði eru í tillögunni um á hvaða forsendum ráðherra ákveður lista leyfilegra tegunda og hann getur breytt honum án aðkomu Alþingis. „Þannig virðist t.d. búið að gera alla landgræðslu og skógrækt hérlendis háða duttlungum umhverfisráðherra. Það virðist gerræðislegt og er ekki ásættanlegt að mati bæjarráðs Norðurþings."Tenglar:Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd Fundargerð bæjarráðs Norðurþings, sjá 17. lið Tengdar fréttir Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00 Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36 Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
„Það er skoðun bæjarstjórnar Norðurþings að það frumvarp sem hér er kynnt sé öfgafullt og óþarflega íþyngjandi fyrir íbúa landsins. Það á ekki hvað síst við um ákvæði sem virðast íþyngjandi fyrir framgang skógræktar og landgræðslu." Þetta eru lokaorð harðorðrar bókunar bæjarstjórnarinnar frá 25. janúar um frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd. Þar tekur bæjarstjórn undir ítarlega greinargerð bæjarráðs frá 13. janúar og gerir að sínum. Í greinargerðinni eru settar fram alvarlegar athugasemdir við frumvarpið í ellefu liðum. „Hlaðin fordómum" „Ráðið telur tillögurnar öfgafullar og óásættanlegar eins og þær eru kynntar og því tilefni til verulegra athugasemda við frumvarpið af hálfu sveitarfélagsins Norðurþings," segir í bókuninni. Meðal athugasemda er að fjórða grein frumvarpsins um innflutning framandi lífvera á svæði virðist „hlaðin fordómum" í garð nýrra tegunda. Um þriðju grein þar sem fjallað er um náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar segir: „Markmið breytingarinnar virðist helst vera að auka opinber afskipti af breytingum óverulegs votlendis með tilheyrandi skrifræði og tilkostnaði. " Og auk þess: „Það verður að telja gerræðislegt að vernda sérstaklega með lögum öll þau fjölmörgu votlendissvæði sem ekki eru stærri en 1-3 ha að flatarmáli sem sérstæð og fágæt náttúrufyrirbæri."Eykur flækjustig Birkiskóga á einnig að vernda sérstaklega samkvæmt frumvarpinu en þegar eru tiltölulega ítarleg ákvæði til verndar þeim í skógræktarlögum. „Því virðist óþarft, og aðeins til þess fallið að auka flækjustig, að bæta verndun birkiskóga inn í 37. gr. laga um náttúruvernd," segir í bókuninni.Háð duttlingum ráðherra Þegar kemur að dreifingu lifandi lífvera segir í frumvarpinu að ráðherra setji um hana reglugerð, en að ráðherra geti ákveðið að vissum tegundum megi dreifa án leyfis ef ekki er talin hætta á að þær ógni líffræðilegri fjölbreytni. Þetta gagnrýna bæjarstjórnarmenn í Norðurþingi og benda á að engin ákvæði eru í tillögunni um á hvaða forsendum ráðherra ákveður lista leyfilegra tegunda og hann getur breytt honum án aðkomu Alþingis. „Þannig virðist t.d. búið að gera alla landgræðslu og skógrækt hérlendis háða duttlungum umhverfisráðherra. Það virðist gerræðislegt og er ekki ásættanlegt að mati bæjarráðs Norðurþings."Tenglar:Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd Fundargerð bæjarráðs Norðurþings, sjá 17. lið
Tengdar fréttir Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00 Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36 Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00
Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36
Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24