Reglur um klæðaburð unglinga á dansleikjum hóflegar 8. febrúar 2011 13:30 Samfés 2009. Stutt pils verða bönnuð á Samfésballinu í ár, nema innan undir sé klæðst lituðum leggings sem ná niður á ökkla. fréttablaðið/daníel Gestir á Samfésballinu í ár mega ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Brjóti gestir reglurnar verða þeir umsvifalaust færðir afsíðis inn í herbergi þar til dansleiknum lýkur. Eru þetta nýjar reglur um klæðaburð sem stjórn Samfés hefur samþykkt. Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi sem halda stórt ball á hverju ári þar sem unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum landsins koma saman. Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, segir klæðaburð krakkanna hafa verið í umræðunni í mörg ár og tími sé kominn til að bregðast við því. „Þegar stelpurnar eru í of stuttum pilsum þar sem sést í rassinn á þeim eða í allt of flegnum bolum, hefur verið gerð krafa um að tekið verði fyrir það á einhvern hátt," segir Björg. Hún segir klæðaburð sumra oft á tíðum hafa gengið fram af krökkunum sjálfum og allir hafi tekið vel í hinar nýju reglur. Krafan sé þó mestmegnis komin frá starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Reglurnar eru settar fyrir stóra Samfésballið í mars og tónleikana sem því fylgja. Björg segir þær munu meðal annars hjálpa foreldrum til þess að setja börnum sínum reglur hvað varðar klæðaburð. „Við erum aðallega að reyna að skapa umræðu um þessi mál og vekja fólk til umhugsunar," segir Björg. Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar og fyrrverandi forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Vitans, dregur ákvarðanir Samfés í efa. „Ég hef rekið félagsmiðstöðvar í rúm 20 ár og þegar svona mál koma upp þá ræðum við þau við foreldrana eða krakkana sjálfa," segir Geir. „Ég skil ekki rökstuðninginn á bak við þessar reglur. Ég hefði farið aðra leið." Geir segir jákvætt að umræðan sé til staðar, en er efins um að strangar reglur um klæðaburð sé rétti vettvangurinn. Hann bendir á að allir foreldrar verði þá að fá skýr fyrirmæli um það hvernig þeir megi senda börnin sín á skemmtanir og slíkt geti orðið flókið. Mynd/Vilhelm „Eins og ég hef heyrt þessar reglur kynntar finnst mér þær nú vera hóflegar," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Hún segir ágætt að Samfés taki þessi mál til umræðu. „En mestu skiptir að þetta sé rætt við unglingana og það held ég að sé stóra málið - að efla jafnréttisfræðslu og meðvitund um kynhlutverkin almennt, bæði í skólastarfi og öllu æskulýðsstarfi." sunna@frettabladid.is Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Gestir á Samfésballinu í ár mega ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Brjóti gestir reglurnar verða þeir umsvifalaust færðir afsíðis inn í herbergi þar til dansleiknum lýkur. Eru þetta nýjar reglur um klæðaburð sem stjórn Samfés hefur samþykkt. Samfés eru samtök félagsmiðstöðva á Íslandi sem halda stórt ball á hverju ári þar sem unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum landsins koma saman. Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, segir klæðaburð krakkanna hafa verið í umræðunni í mörg ár og tími sé kominn til að bregðast við því. „Þegar stelpurnar eru í of stuttum pilsum þar sem sést í rassinn á þeim eða í allt of flegnum bolum, hefur verið gerð krafa um að tekið verði fyrir það á einhvern hátt," segir Björg. Hún segir klæðaburð sumra oft á tíðum hafa gengið fram af krökkunum sjálfum og allir hafi tekið vel í hinar nýju reglur. Krafan sé þó mestmegnis komin frá starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Reglurnar eru settar fyrir stóra Samfésballið í mars og tónleikana sem því fylgja. Björg segir þær munu meðal annars hjálpa foreldrum til þess að setja börnum sínum reglur hvað varðar klæðaburð. „Við erum aðallega að reyna að skapa umræðu um þessi mál og vekja fólk til umhugsunar," segir Björg. Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar og fyrrverandi forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Vitans, dregur ákvarðanir Samfés í efa. „Ég hef rekið félagsmiðstöðvar í rúm 20 ár og þegar svona mál koma upp þá ræðum við þau við foreldrana eða krakkana sjálfa," segir Geir. „Ég skil ekki rökstuðninginn á bak við þessar reglur. Ég hefði farið aðra leið." Geir segir jákvætt að umræðan sé til staðar, en er efins um að strangar reglur um klæðaburð sé rétti vettvangurinn. Hann bendir á að allir foreldrar verði þá að fá skýr fyrirmæli um það hvernig þeir megi senda börnin sín á skemmtanir og slíkt geti orðið flókið. Mynd/Vilhelm „Eins og ég hef heyrt þessar reglur kynntar finnst mér þær nú vera hóflegar," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Hún segir ágætt að Samfés taki þessi mál til umræðu. „En mestu skiptir að þetta sé rætt við unglingana og það held ég að sé stóra málið - að efla jafnréttisfræðslu og meðvitund um kynhlutverkin almennt, bæði í skólastarfi og öllu æskulýðsstarfi." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira