Innlent

BUGL fékk tvær bifreiðar til eignar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bílarnir voru afhentir BUGL til eignar í dag.
Bílarnir voru afhentir BUGL til eignar í dag.
Klúbbfélagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn afhentu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans til eignar tvær bifreiðar, Renault Trafic og Renault Clio. Fjörgyn hefur haft á rekstrarleigu undanfarin 3 ár, samkvæmt tilkynningu frá Landspítalanum.

Bifreiðarnar hafa verið nýttar af BUGL fyrir starf með börnum og unglingum sem hafa verið á legudeildum BUGL og fyrir vettvangsteymi göngudeildar. Fjörgyn ætlar jafnframt að veita árlegt framlag til að standa undir almennum rekstrarkostnaði bifreiðanna í 3 ár, meðal annars í samvinnu við N1, Sjóvá og Bifreiðar og landbúnaðarvélar.

Við sama tækifæri afhenti Fjörgyn fartölvu, skjávarpa og sýningartjald að gjöf. Stórtónleikar Fjörgyns í nóvember hvert ár, þar sem fjölmargir listamenn gefa vinnu sína, hafa verið helsta fjáröflun Lionsklúbbsins til stuðnings Barna- og unglingageðdeild Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×