Innlent

Strætóferðin kostar nú 350 krónur

Stjórn Strætó bs. hefur samþykkt að hækka fargjöld í fyrsta sinn frá því í janúar 2007. Frá því árið 2007 hefur kostað 280 krónur í strætó en eftir hækkunina kostar eitt fargjald 350 krónur. Hækkunin er gerð til að mæta því að fargjaldatekjur Strætó hafa rýrnað um um það bil helming að raunvirði frá stofnun Strætó bs árið 2001.

Framlög sveitarfélaganna lækka um 5 prósent á milli áranna 2010 og 2011 „og þar sem framlög eigendanna eru um 83% af tekjum Strætó bs. þýða minni framlög að hagræða þarf í rekstri. Til að mæta því verður dregið úr þjónustu á þeim tíma sem fæstir nota strætó," segir á vef Strætó bs.

Hægt er að lesa nánar um hækkunina á vef fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×