Íslenski boltinn

Haraldur Freyr kominn heim til Keflavíkur

Haraldur í leik gegn Stjörnunni síðasta sumar.
Haraldur í leik gegn Stjörnunni síðasta sumar. mynd/anton
Varnarmaðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson er aftur genginn í raðir Keflavíkur en hann hefur verið á mála hjá Start í Noregi síðustu mánuði.

Haraldur er búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Keflavíkurliðið. Hann var samningslaus hjá Start sem féll úr norsku úrvalsdeildinni.

Haraldur Freyr var fyrirliði Keflavíkur á síðustu leiktíð og því mikill fengur fyrir liðið að fá hann aftur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×