Innlent

Segja Steingrím beita valdníðslu

Sveitungar Jóns Bjarnasonar eru ekki par ánægðir með áform ríkisstjórnarinnar og saka formann sinn í VG um valdníðslu.
Sveitungar Jóns Bjarnasonar eru ekki par ánægðir með áform ríkisstjórnarinnar og saka formann sinn í VG um valdníðslu.
Stjórnir Svæðisfélaga Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Húnavatnssýslu og Skagafirði mótmæla harðlega aðför Samfylkingarinnar að samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn. Í yfirlýsingu er harmað það sem þau kalla valdníðslu formanns VG, Steingríms J. Sigfússonar, vegna áforma um að leggja niður ráðuneyti Sjávarútvegs- og landbúnaðar vegna eindreginnar andstöðu ráðherra við aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

„Stjórnir VG í Húnavatnssýslu og Skagafirði telja einsýnt að boðaðar breytingar á stjórnarráði Íslands séu beinlínis gerðar til að veikja stöðu íslenskra hagsmuna gagnvart Evrópusambandinu í yfirstandandi aðlögunarviðræðum," segir ennfremur.

Að lokum skora stjórnirnar á þingflokk og stjórn VG að hafa „stefnuskrá flokksins og fyrirheit hans í kosningum í fyrirrúmi í störfum sínum."


Tengdar fréttir

Megn óánægja á meðal frjálslyndra jafnaðarmanna

Megn óánægja ríkir á meðal frjálslyndra jafnaðarmanna, það er að segja þeirra hægrisinnuðustu í Samfylkingunni, með þá ákvörðun leiðtoga ríkisstjórnarinnar, þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, að víkja Árna Páli Árnasyni úr embætti efnahags- og viðskiptaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×