Áttundi hver Íslendingur situr í stjórn fyrirtækis 11. maí 2011 19:06 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo sitja um 39.500 einstaklingar í stjórnum íslenskra fyrirtækja sem stjórnarformenn eða meðstjórnendur. Þetta samsvarar 12,5% af allri þjóðinni. Upplýsingarnar koma fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs sem birt var á vefsíðu ráðsins í morgun. Þar segir að þessir tæplega 40 þúsund einstaklingar skapa atvinnu fyrir sjálfa sig og aðra sem vinnuveitendur, en þeir 125 þúsund starfsmenn sem vinna hjá íslenskum fyrirtækjum skapa verðmæti í formi vöru eða þjónustu og í formi arðs fyrir þá sem hætta fjármunum sínum til atvinnurekstrar. Um leið bæta þeir eigin lífsgæði og annarra. Viðskiptaráð tekur fram að samkvæmt fyrirtækjaskrá eru starfrækt 32.500 fyrirtæki en af þeim áætlar Creditinfo að um 14.500 séu virk. Í þessum fyrirtækjum starfa um 125 þúsund manns á almennum vinnumarkaði auk umtalsverðs fjölda erlendis. Þær greinar atvinnulífsins sem veita flestum atvinnu eru verslun og viðgerða-þjónusta með ríflega 21 þúsund ársverk auk iðnaðar og annarrar þjónustu, en hvor grein um sig telur ríflega 16 þúsund ársverk. Þá segir í skoðuninni: „Í umfjöllun um atvinnulíf og vinnumarkað ber um of á þeim misskilningi að um tvo aðskilda hópa sé að ræða, fyrirtæki og heimili. Það blasir hinsvegar við að hagsmunir atvinnulífs eru samtvinnaðir hagsmunum heimila. Heimilin þurfa á atvinnu að halda og fyrirtækin, sem ekki verða starfrækt án fjármagns, mannauðs og neyslu, þurfa á heimilunum að halda. Í raun sameinar atvinnulífið tvo hópa, launþega og atvinnurekendur, sem reyndar skarast verulega þar sem sami einstaklingur tilheyrir gjarnan báðum hópum. Á þessu samspili hvílir svo rekstur hins opinbera.“ Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo sitja um 39.500 einstaklingar í stjórnum íslenskra fyrirtækja sem stjórnarformenn eða meðstjórnendur. Þetta samsvarar 12,5% af allri þjóðinni. Upplýsingarnar koma fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs sem birt var á vefsíðu ráðsins í morgun. Þar segir að þessir tæplega 40 þúsund einstaklingar skapa atvinnu fyrir sjálfa sig og aðra sem vinnuveitendur, en þeir 125 þúsund starfsmenn sem vinna hjá íslenskum fyrirtækjum skapa verðmæti í formi vöru eða þjónustu og í formi arðs fyrir þá sem hætta fjármunum sínum til atvinnurekstrar. Um leið bæta þeir eigin lífsgæði og annarra. Viðskiptaráð tekur fram að samkvæmt fyrirtækjaskrá eru starfrækt 32.500 fyrirtæki en af þeim áætlar Creditinfo að um 14.500 séu virk. Í þessum fyrirtækjum starfa um 125 þúsund manns á almennum vinnumarkaði auk umtalsverðs fjölda erlendis. Þær greinar atvinnulífsins sem veita flestum atvinnu eru verslun og viðgerða-þjónusta með ríflega 21 þúsund ársverk auk iðnaðar og annarrar þjónustu, en hvor grein um sig telur ríflega 16 þúsund ársverk. Þá segir í skoðuninni: „Í umfjöllun um atvinnulíf og vinnumarkað ber um of á þeim misskilningi að um tvo aðskilda hópa sé að ræða, fyrirtæki og heimili. Það blasir hinsvegar við að hagsmunir atvinnulífs eru samtvinnaðir hagsmunum heimila. Heimilin þurfa á atvinnu að halda og fyrirtækin, sem ekki verða starfrækt án fjármagns, mannauðs og neyslu, þurfa á heimilunum að halda. Í raun sameinar atvinnulífið tvo hópa, launþega og atvinnurekendur, sem reyndar skarast verulega þar sem sami einstaklingur tilheyrir gjarnan báðum hópum. Á þessu samspili hvílir svo rekstur hins opinbera.“
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira