Sætir furðu að forseti Landsdóms láti töfina viðgangast Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2011 12:11 Geir Haarde segir furðu sæta að saksóknari hafi tekið sér sjö mánuði í að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Saksóknari Alþingis gaf í gær út ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir meint brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í henni er Geir meðal annars gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins á tímum þegar stórfelld hætta vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Geir Haarde baðst undan viðtali við fréttastofu vegna málsins en sagði þó að sér fyndist furðu sæta að það hafi tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu frá því í september í fyrra. Ákæran sé ein og hálf blaðsíða að lengd og sakarefnin ekki rökstudd með neinum hætti. Hann telur með ólíkindum að forseti Landsdóms skuli hafa látið það viðgangast að málsmeðferðin hafi tafist um sjö mánuði. Geir telur að ákæruskjalið hefði átti að gefa út um miðjan október, strax eftir ákæru Alþingis og með því móti hefði verið hægt að ljúka málinu á skömmum tíma og sparað málsaðilum tíma, fyrirhöfn og kostnað. Þess í stað blasir við að málsmeðferðin dragist fram til ársins 2012. Andri Árnason verjandi Geirs segir við Fréttablaðið í dag að hann hafi búist við rökstuddum málatilbúnaði eftir 7 mánaða rannsókn hjá saksóknara Alþingis, eins og lög geri ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Ákæruatriðin séu vægast sagt loðin, teygjanleg og óljós. Ekki sé hægt að ákæra mann fyrir óljós sakarefni. Í lögum er gert ráð fyrir að saksóknari sé bundinn við ákæru Alþingis og þær upplýsingar fengust frá saksóknaraembættinu að ekki tíðkaðist að rökstyðja sakarefni í ákærum. Rökstuðningur sakarefna fari fram í málflutningi fyrir dómstólum. Verjandi Geirs á von á því að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Saksóknari hefur lagt fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja. Landsdómur Tengdar fréttir Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Saksóknari Alþingis gaf í gær út ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir meint brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í henni er Geir meðal annars gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins á tímum þegar stórfelld hætta vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Geir Haarde baðst undan viðtali við fréttastofu vegna málsins en sagði þó að sér fyndist furðu sæta að það hafi tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu frá því í september í fyrra. Ákæran sé ein og hálf blaðsíða að lengd og sakarefnin ekki rökstudd með neinum hætti. Hann telur með ólíkindum að forseti Landsdóms skuli hafa látið það viðgangast að málsmeðferðin hafi tafist um sjö mánuði. Geir telur að ákæruskjalið hefði átti að gefa út um miðjan október, strax eftir ákæru Alþingis og með því móti hefði verið hægt að ljúka málinu á skömmum tíma og sparað málsaðilum tíma, fyrirhöfn og kostnað. Þess í stað blasir við að málsmeðferðin dragist fram til ársins 2012. Andri Árnason verjandi Geirs segir við Fréttablaðið í dag að hann hafi búist við rökstuddum málatilbúnaði eftir 7 mánaða rannsókn hjá saksóknara Alþingis, eins og lög geri ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Ákæruatriðin séu vægast sagt loðin, teygjanleg og óljós. Ekki sé hægt að ákæra mann fyrir óljós sakarefni. Í lögum er gert ráð fyrir að saksóknari sé bundinn við ákæru Alþingis og þær upplýsingar fengust frá saksóknaraembættinu að ekki tíðkaðist að rökstyðja sakarefni í ákærum. Rökstuðningur sakarefna fari fram í málflutningi fyrir dómstólum. Verjandi Geirs á von á því að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Saksóknari hefur lagt fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja.
Landsdómur Tengdar fréttir Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07
Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00