Enski boltinn

Balotelli: Mourinho þarf að læra kurteisi og mannasiði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli og Jose Mourinho
Mario Balotelli og Jose Mourinho Mynd/Nordic Photos/Getty
Mario Balotelli, framherji Manchester City og fyrrum lærisveinn Jose Mourinho hjá Inter, er einn af fáum leikmönnum portúgalska stjórans sem talar ekki vel um þjálfarann. Það var mjög stormasamt sambandið á milli þeirra Balotelli og Mourinho þessi tvö ár þeirra saman á Ítalíu.

„Mourinho er besti þjálfari í heimi en hann á enn mikið eftir ólært í almenni kurteisi og mannasiðum," sagði Mario Balotelli sem er mjög ánægður með Roberto Mancini, núverandi stjóra hans hjá Manchester City.

„Hann er mikilvægasti stjórinn sem ég hef haft og fyrr en varir þá verður hann orðinn sá besti í heimi. Sem manneskja þá er hann 10 kílómetrum á undan Mourinho," sagði Balotelli.

Mario Balotelli hefur skorað 8 mörk í fyrstu 11 leikjum sínum með Manchester City en hann hefur misst úr marga leiki á tímabilinu vegna meiðsla. Balotelli skoraði 21 mark í 71 leik undir stjórn Mourinho en í mörgum þeirra kom hann á inn á sem varamaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×