Vilja ekki lána til Íslands 10. mars 2011 08:00 Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi, segir forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Fréttablaðið/gva „Þetta var algjör krafa hjá bönkunum. Þeir treysta ekki lagaumhverfinu hér," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, um kvaðir í rúmlega 230 milljóna dala endurfjármögnunarsamningi fyrirtækisins við norrænu bankana Nordea og SEB auk ING Bank í Hollandi, til næstu fimm ára. Upphæðin jafngildir 27 milljörðum króna. Fjármögnunin fer í gegnum erlend félög Össurar í Evrópu og Bandaríkjunum og veð eru aðeins tekin í starfsemi þar. Móðurfélagið hér á landi er ekki gjaldgengur lántakandi. Þá eru stífar kvaðir á lánveitingunni: framkvæmdastjórn Össurar er óheimilt að flytja annað af fénu hingað en það sem fer í uppgreiðslu á skuldum við Arion banka og til daglegs rekstrar. „Ein af kröfum bankanna var að íslenska móðurfélagið kæmi hvergi nærri lántökunni. Það var forsenda þess að við fengjum lánið og þessi kjör," segir Jón. Honum gremst hins vegar að önnur fyrirtæki hér hafi ekki sama aðgang að lánsfé erlendis og Össur. Forsvarsmenn íslensks atvinnulífs segja þetta sorglegar fréttir. „Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Erlendar lánastofnanir vantreysta ekki íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búa við," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum." „Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi," segir forstjóri Össurar. „Við getum gert þetta vegna þess að við erum með okkar starfsemi erlendis, dótturfélög úti og tekjur þar. Við erum því í forréttindaklúbbi." - jab Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
„Þetta var algjör krafa hjá bönkunum. Þeir treysta ekki lagaumhverfinu hér," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, um kvaðir í rúmlega 230 milljóna dala endurfjármögnunarsamningi fyrirtækisins við norrænu bankana Nordea og SEB auk ING Bank í Hollandi, til næstu fimm ára. Upphæðin jafngildir 27 milljörðum króna. Fjármögnunin fer í gegnum erlend félög Össurar í Evrópu og Bandaríkjunum og veð eru aðeins tekin í starfsemi þar. Móðurfélagið hér á landi er ekki gjaldgengur lántakandi. Þá eru stífar kvaðir á lánveitingunni: framkvæmdastjórn Össurar er óheimilt að flytja annað af fénu hingað en það sem fer í uppgreiðslu á skuldum við Arion banka og til daglegs rekstrar. „Ein af kröfum bankanna var að íslenska móðurfélagið kæmi hvergi nærri lántökunni. Það var forsenda þess að við fengjum lánið og þessi kjör," segir Jón. Honum gremst hins vegar að önnur fyrirtæki hér hafi ekki sama aðgang að lánsfé erlendis og Össur. Forsvarsmenn íslensks atvinnulífs segja þetta sorglegar fréttir. „Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Erlendar lánastofnanir vantreysta ekki íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búa við," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum." „Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi," segir forstjóri Össurar. „Við getum gert þetta vegna þess að við erum með okkar starfsemi erlendis, dótturfélög úti og tekjur þar. Við erum því í forréttindaklúbbi." - jab
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira