Dæmi um börn séu með beinkröm vegna D-vítamínskorts Karen Kjartansdóttir skrifar 17. febrúar 2011 18:57 Dæmi er um að íslensk börn þjáist af svo alvarlegum D-vítamínskorti, að þau séu komin með beinkröm. Miklar líkur eru á því að þeir sem ekki taka lýsi yfir vetramánuðina þjáist af D-vítamínskorti. Þetta segir barna- og ofnæmislæknir. Líkami okkar fær D-vítamín á tvennan hátt, það er með sólarljósi og í gegnum D-vítamínríka fæðu. Það segir sig sjálft að á myrkum vetrarmánuðum á Íslandi gegnir fæðan mjög ríku hlutverki í þessu samhengi. Öldum saman reyndu Íslendingar að þreyja þorrann með því að snæða feitan fisk og taka inn fiskafurðina lýsi. Þetta gerðu þeir til að reyna að tryggja sig gegn beinkröm, sem stafar af D-vítamínskorti og getur meðal annars valdið afmyndun í beinum, þar sem D-vítamín veldur því að líkaminn getur nýtt kalk sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein. Beinkröm var lengi landlægur sjúkdómur hér á landi en hvarf nær alveg eftir að skólar byrjuðu að gefa börnum lýsi. Nú hafa margir leikskólar og skólar hætt að gefa börnum lýsi í sparnaðarskyni og sumir foreldrar virðast ekki átta sig á því hve mikil hætta er á því að fólk fái D-vítamínskort yfir veturinn. Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir, segir að mjög nýleg dæmi séu um að börn þjáist af miklum D-vítamínskorti og séu jafnvel með beinkröm. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hefur mikinn áhuga á því hvernig fæða hefur áhrif á okkur. „Það er merkilegt að lýsi er ekkert voðalega gott á bragðið, í því er ekki mikil næring, maður verður ekki saddur af því og það getur jafnvel verið hættulegt að taka lýsi. Þrátt fyrir þetta hafa Íslendingar tekið lýsi í að minnsta kosti þúsund ár og það er ekki af tilefnislausu, lýsi er D-vítamínríkt og þar með lífsnauðsynlegt þar sem við fáum ekki nægt D-vítamín hér á Íslandi úr geislum sólar. Okkur skortir því D-vítamín allan veturinn ef við tökum ekki lýsi. En svo eru það omega-3 fitusýrurnar sem eru mikilvægar fyrir geðprýði okkar og vellíðan en þær fitusýrur fáum við einmitt líka úr lýsinu," segir Michael. Hann segir að lýsisneysla sé einkar mikilvæg nú þar sem einnig hafi dregið mjög úr fisk- og lýsisneyslu. Sólarljósið yfir vetrarmánuðina á Íslandi hefur hins vegar lítið aukist. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Dæmi er um að íslensk börn þjáist af svo alvarlegum D-vítamínskorti, að þau séu komin með beinkröm. Miklar líkur eru á því að þeir sem ekki taka lýsi yfir vetramánuðina þjáist af D-vítamínskorti. Þetta segir barna- og ofnæmislæknir. Líkami okkar fær D-vítamín á tvennan hátt, það er með sólarljósi og í gegnum D-vítamínríka fæðu. Það segir sig sjálft að á myrkum vetrarmánuðum á Íslandi gegnir fæðan mjög ríku hlutverki í þessu samhengi. Öldum saman reyndu Íslendingar að þreyja þorrann með því að snæða feitan fisk og taka inn fiskafurðina lýsi. Þetta gerðu þeir til að reyna að tryggja sig gegn beinkröm, sem stafar af D-vítamínskorti og getur meðal annars valdið afmyndun í beinum, þar sem D-vítamín veldur því að líkaminn getur nýtt kalk sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein. Beinkröm var lengi landlægur sjúkdómur hér á landi en hvarf nær alveg eftir að skólar byrjuðu að gefa börnum lýsi. Nú hafa margir leikskólar og skólar hætt að gefa börnum lýsi í sparnaðarskyni og sumir foreldrar virðast ekki átta sig á því hve mikil hætta er á því að fólk fái D-vítamínskort yfir veturinn. Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir, segir að mjög nýleg dæmi séu um að börn þjáist af miklum D-vítamínskorti og séu jafnvel með beinkröm. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hefur mikinn áhuga á því hvernig fæða hefur áhrif á okkur. „Það er merkilegt að lýsi er ekkert voðalega gott á bragðið, í því er ekki mikil næring, maður verður ekki saddur af því og það getur jafnvel verið hættulegt að taka lýsi. Þrátt fyrir þetta hafa Íslendingar tekið lýsi í að minnsta kosti þúsund ár og það er ekki af tilefnislausu, lýsi er D-vítamínríkt og þar með lífsnauðsynlegt þar sem við fáum ekki nægt D-vítamín hér á Íslandi úr geislum sólar. Okkur skortir því D-vítamín allan veturinn ef við tökum ekki lýsi. En svo eru það omega-3 fitusýrurnar sem eru mikilvægar fyrir geðprýði okkar og vellíðan en þær fitusýrur fáum við einmitt líka úr lýsinu," segir Michael. Hann segir að lýsisneysla sé einkar mikilvæg nú þar sem einnig hafi dregið mjög úr fisk- og lýsisneyslu. Sólarljósið yfir vetrarmánuðina á Íslandi hefur hins vegar lítið aukist.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira