Dæmi um börn séu með beinkröm vegna D-vítamínskorts Karen Kjartansdóttir skrifar 17. febrúar 2011 18:57 Dæmi er um að íslensk börn þjáist af svo alvarlegum D-vítamínskorti, að þau séu komin með beinkröm. Miklar líkur eru á því að þeir sem ekki taka lýsi yfir vetramánuðina þjáist af D-vítamínskorti. Þetta segir barna- og ofnæmislæknir. Líkami okkar fær D-vítamín á tvennan hátt, það er með sólarljósi og í gegnum D-vítamínríka fæðu. Það segir sig sjálft að á myrkum vetrarmánuðum á Íslandi gegnir fæðan mjög ríku hlutverki í þessu samhengi. Öldum saman reyndu Íslendingar að þreyja þorrann með því að snæða feitan fisk og taka inn fiskafurðina lýsi. Þetta gerðu þeir til að reyna að tryggja sig gegn beinkröm, sem stafar af D-vítamínskorti og getur meðal annars valdið afmyndun í beinum, þar sem D-vítamín veldur því að líkaminn getur nýtt kalk sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein. Beinkröm var lengi landlægur sjúkdómur hér á landi en hvarf nær alveg eftir að skólar byrjuðu að gefa börnum lýsi. Nú hafa margir leikskólar og skólar hætt að gefa börnum lýsi í sparnaðarskyni og sumir foreldrar virðast ekki átta sig á því hve mikil hætta er á því að fólk fái D-vítamínskort yfir veturinn. Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir, segir að mjög nýleg dæmi séu um að börn þjáist af miklum D-vítamínskorti og séu jafnvel með beinkröm. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hefur mikinn áhuga á því hvernig fæða hefur áhrif á okkur. „Það er merkilegt að lýsi er ekkert voðalega gott á bragðið, í því er ekki mikil næring, maður verður ekki saddur af því og það getur jafnvel verið hættulegt að taka lýsi. Þrátt fyrir þetta hafa Íslendingar tekið lýsi í að minnsta kosti þúsund ár og það er ekki af tilefnislausu, lýsi er D-vítamínríkt og þar með lífsnauðsynlegt þar sem við fáum ekki nægt D-vítamín hér á Íslandi úr geislum sólar. Okkur skortir því D-vítamín allan veturinn ef við tökum ekki lýsi. En svo eru það omega-3 fitusýrurnar sem eru mikilvægar fyrir geðprýði okkar og vellíðan en þær fitusýrur fáum við einmitt líka úr lýsinu," segir Michael. Hann segir að lýsisneysla sé einkar mikilvæg nú þar sem einnig hafi dregið mjög úr fisk- og lýsisneyslu. Sólarljósið yfir vetrarmánuðina á Íslandi hefur hins vegar lítið aukist. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Dæmi er um að íslensk börn þjáist af svo alvarlegum D-vítamínskorti, að þau séu komin með beinkröm. Miklar líkur eru á því að þeir sem ekki taka lýsi yfir vetramánuðina þjáist af D-vítamínskorti. Þetta segir barna- og ofnæmislæknir. Líkami okkar fær D-vítamín á tvennan hátt, það er með sólarljósi og í gegnum D-vítamínríka fæðu. Það segir sig sjálft að á myrkum vetrarmánuðum á Íslandi gegnir fæðan mjög ríku hlutverki í þessu samhengi. Öldum saman reyndu Íslendingar að þreyja þorrann með því að snæða feitan fisk og taka inn fiskafurðina lýsi. Þetta gerðu þeir til að reyna að tryggja sig gegn beinkröm, sem stafar af D-vítamínskorti og getur meðal annars valdið afmyndun í beinum, þar sem D-vítamín veldur því að líkaminn getur nýtt kalk sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein. Beinkröm var lengi landlægur sjúkdómur hér á landi en hvarf nær alveg eftir að skólar byrjuðu að gefa börnum lýsi. Nú hafa margir leikskólar og skólar hætt að gefa börnum lýsi í sparnaðarskyni og sumir foreldrar virðast ekki átta sig á því hve mikil hætta er á því að fólk fái D-vítamínskort yfir veturinn. Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir, segir að mjög nýleg dæmi séu um að börn þjáist af miklum D-vítamínskorti og séu jafnvel með beinkröm. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hefur mikinn áhuga á því hvernig fæða hefur áhrif á okkur. „Það er merkilegt að lýsi er ekkert voðalega gott á bragðið, í því er ekki mikil næring, maður verður ekki saddur af því og það getur jafnvel verið hættulegt að taka lýsi. Þrátt fyrir þetta hafa Íslendingar tekið lýsi í að minnsta kosti þúsund ár og það er ekki af tilefnislausu, lýsi er D-vítamínríkt og þar með lífsnauðsynlegt þar sem við fáum ekki nægt D-vítamín hér á Íslandi úr geislum sólar. Okkur skortir því D-vítamín allan veturinn ef við tökum ekki lýsi. En svo eru það omega-3 fitusýrurnar sem eru mikilvægar fyrir geðprýði okkar og vellíðan en þær fitusýrur fáum við einmitt líka úr lýsinu," segir Michael. Hann segir að lýsisneysla sé einkar mikilvæg nú þar sem einnig hafi dregið mjög úr fisk- og lýsisneyslu. Sólarljósið yfir vetrarmánuðina á Íslandi hefur hins vegar lítið aukist.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira