Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum 17. febrúar 2011 18:54 Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.Það er Íslenska kísilfélagið ehf. sem reisir verksmiðjuna í Helguvík en aðaleigandi þess er bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, með 85 prósenta hlut. 15 prósenta hlutur er í eigu félags undir forystu Magnúsar Garðarssonar verkfræðings, en hann verður forstjóri Kísilfélagsins.Við undirskriftina í Duus-húsi í Keflavík í dag sagði iðnaðarráðherra að þetta væri ísbrjótur í atvinnumálum Suðurnesja og taldi að verkefnið ætti eftir að reynast íslenskri þjóð og Suðurnesjum gríðarlega farsælt.Fjármálaráðherra sagði þetta góðan dag fyrir efnahagslífið; þetta væru mikilvæg skilaboð um það að hér hefðu menn trú á framtíðinni. Þrátt fyrir hrunið, og að enn væri ýmislegt til staðar sem gæti fælt menn frá, þá hefði Ísland það fram að færa sem dygði til að draga að fjárfestingu af þessu tagi.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta fyrstu mikilvægu vísbendinguna um að þau stóru atvinnuverkefni sem Suðurnesjamenn hefðu barist fyrir, væru að komast í höfn, og þau væru skammt undan."Þegar álversverkefnið gengur síðan í garð þá þýðir þetta alger umskipti fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ég hlakka til að vera hér með fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra við þá athöfn," sagði Árni Sigfússon og beindi orðum sínum sérstaklega til ráðherranna um leið og hann kvaðst vonast til að það gæti orðið fljótlega."Við erum að stíga út úr því ömurlega ástandi að hafa mesta atvinnuleysið, og búa á láglaunasvæði, yfir í það að hafa vel launuð og örugg störf fyrir sem flesta," sagði bæjarstjórinn.Aðalfrumkvöðullinn að verkefninu, Magnús Garðarsson, segir að hér verði græn íslensk orka notuð til að framleiða ennþá meiri græna orku úti í heimi, en kísillinn fer að mestu í sólarsellur. "Besti staðurinn til að hafa svona framleiðslu, held ég, er á Íslandi," sagði Magnús.Áformað er að framkvæmdir í Helguvík hefjist fyrir mitt sumar og að framleiðsla kísils hefjist eftir tvö ár. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.Það er Íslenska kísilfélagið ehf. sem reisir verksmiðjuna í Helguvík en aðaleigandi þess er bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, með 85 prósenta hlut. 15 prósenta hlutur er í eigu félags undir forystu Magnúsar Garðarssonar verkfræðings, en hann verður forstjóri Kísilfélagsins.Við undirskriftina í Duus-húsi í Keflavík í dag sagði iðnaðarráðherra að þetta væri ísbrjótur í atvinnumálum Suðurnesja og taldi að verkefnið ætti eftir að reynast íslenskri þjóð og Suðurnesjum gríðarlega farsælt.Fjármálaráðherra sagði þetta góðan dag fyrir efnahagslífið; þetta væru mikilvæg skilaboð um það að hér hefðu menn trú á framtíðinni. Þrátt fyrir hrunið, og að enn væri ýmislegt til staðar sem gæti fælt menn frá, þá hefði Ísland það fram að færa sem dygði til að draga að fjárfestingu af þessu tagi.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta fyrstu mikilvægu vísbendinguna um að þau stóru atvinnuverkefni sem Suðurnesjamenn hefðu barist fyrir, væru að komast í höfn, og þau væru skammt undan."Þegar álversverkefnið gengur síðan í garð þá þýðir þetta alger umskipti fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ég hlakka til að vera hér með fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra við þá athöfn," sagði Árni Sigfússon og beindi orðum sínum sérstaklega til ráðherranna um leið og hann kvaðst vonast til að það gæti orðið fljótlega."Við erum að stíga út úr því ömurlega ástandi að hafa mesta atvinnuleysið, og búa á láglaunasvæði, yfir í það að hafa vel launuð og örugg störf fyrir sem flesta," sagði bæjarstjórinn.Aðalfrumkvöðullinn að verkefninu, Magnús Garðarsson, segir að hér verði græn íslensk orka notuð til að framleiða ennþá meiri græna orku úti í heimi, en kísillinn fer að mestu í sólarsellur. "Besti staðurinn til að hafa svona framleiðslu, held ég, er á Íslandi," sagði Magnús.Áformað er að framkvæmdir í Helguvík hefjist fyrir mitt sumar og að framleiðsla kísils hefjist eftir tvö ár.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira