Börn afskipt í ofbeldismálum 17. febrúar 2011 09:00 Tvö þúsund börn á Íslandi hið minnsta verða á hverju ári vitni að heimilisofbeldi. Þessi stóri hópur er hins vegar afskiptur og hafa félagsmálayfirvöld ekki sinnt honum. Þær stofnanir sem bera ábyrgð á börnum sem búa við þessar aðstæður hafa takmarkað samráð sín á milli og fagfólki kom á óvart að málin væru í þeim ólestri sem raun ber vitni. Þetta er meðal niðurstaðna í kolsvartri skýrslu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi á þeim stuðningi sem í boði er fyrir börn í Reykjavík. Tölur fagfólks benda til að 2,5 prósent allra barna hér á landi verði vitni að ofbeldi gegn móður sinni, eða milli foreldra, á hverju ári. Líklegt er talið að sá fjöldi sé stórlega vanmetinn sökum þess hversu dult er farið með þessi mál. Félagslega kerfið í Reykjavík fær falleinkunn í skýrslu Barnaheilla. Brýn þörf er talin á gagngerri endurskoðun á málefnum barna sem búa við ofbeldið. Flestir innan kerfisins líta svo á að með því að tilkynna mál til barnaverndar sé tryggt að börn fái þann stuðning og öryggi sem þeim ber. „En í raun og veru er gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafa til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málum," segir í skýrslunni. Viðmælendur í rannsókn samtakanna, fagfólkið sem kemur að málaflokknum, eru allir sammála um að börn sem búi við svo dapurlegar aðstæður sem um ræðir séu ekkert síður fórnarlömb þess ofbeldis sem foreldri þess sé beitt og slíkt sé mannskemmandi. Í fréttatilkynningu sem birt var á heimasíðu Barnaverndarstofu á mánudag eru kynntar aðgerðir vegna heimilisofbeldis. Þar er viðurkennt að barnaverndaryfirvöld og aðrir hafi ekki gefið þessum hópi gaum og því verði leitað eftir samstarfi við lögreglu og barnaverndarnefndir um tilraunaverkefni þar sem verður lagt mat „á líðan, hugsanir og óskir barnanna með það fyrir augum að veita þeim áfallahjálp og annan viðeigandi stuðning strax í kjölfar atburða af þessu tagi". Barnaverndarstofa býður í dag eitt hópúrræði fyrir börn sem orðið hafa vitni að heimilisofbeldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki lengur til staðar á heimili og barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku. - shá Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tvö þúsund börn á Íslandi hið minnsta verða á hverju ári vitni að heimilisofbeldi. Þessi stóri hópur er hins vegar afskiptur og hafa félagsmálayfirvöld ekki sinnt honum. Þær stofnanir sem bera ábyrgð á börnum sem búa við þessar aðstæður hafa takmarkað samráð sín á milli og fagfólki kom á óvart að málin væru í þeim ólestri sem raun ber vitni. Þetta er meðal niðurstaðna í kolsvartri skýrslu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi á þeim stuðningi sem í boði er fyrir börn í Reykjavík. Tölur fagfólks benda til að 2,5 prósent allra barna hér á landi verði vitni að ofbeldi gegn móður sinni, eða milli foreldra, á hverju ári. Líklegt er talið að sá fjöldi sé stórlega vanmetinn sökum þess hversu dult er farið með þessi mál. Félagslega kerfið í Reykjavík fær falleinkunn í skýrslu Barnaheilla. Brýn þörf er talin á gagngerri endurskoðun á málefnum barna sem búa við ofbeldið. Flestir innan kerfisins líta svo á að með því að tilkynna mál til barnaverndar sé tryggt að börn fái þann stuðning og öryggi sem þeim ber. „En í raun og veru er gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafa til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málum," segir í skýrslunni. Viðmælendur í rannsókn samtakanna, fagfólkið sem kemur að málaflokknum, eru allir sammála um að börn sem búi við svo dapurlegar aðstæður sem um ræðir séu ekkert síður fórnarlömb þess ofbeldis sem foreldri þess sé beitt og slíkt sé mannskemmandi. Í fréttatilkynningu sem birt var á heimasíðu Barnaverndarstofu á mánudag eru kynntar aðgerðir vegna heimilisofbeldis. Þar er viðurkennt að barnaverndaryfirvöld og aðrir hafi ekki gefið þessum hópi gaum og því verði leitað eftir samstarfi við lögreglu og barnaverndarnefndir um tilraunaverkefni þar sem verður lagt mat „á líðan, hugsanir og óskir barnanna með það fyrir augum að veita þeim áfallahjálp og annan viðeigandi stuðning strax í kjölfar atburða af þessu tagi". Barnaverndarstofa býður í dag eitt hópúrræði fyrir börn sem orðið hafa vitni að heimilisofbeldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki lengur til staðar á heimili og barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku. - shá
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira