Innlent

Mesti olíufundur í sögu Noregs í áratug

Mynd úr safni/AFP
Mynd úr safni/AFP
Norska olíufélagið Statoil tilkynnti í dag að fundist hefði gríðarstór olíulind í Barentshafi, um tvöhundruð kílómetra norðvestur af Hammerfest.

Þetta er mesti olíufundur í sögu Noregs í meira en áratug. Talið er að olíulindin geymi á bilinu 150-250 milljónir fata af olíu.

Norskir fjölmiðlar áætla að verðmæti olíunnar þar sé á bilinu 100-165 milljarðar norskra króna, eða sem svarar 2.000 til 3.400 milljörðum íslenskra króna.

Statoil telur mögulegt að tvöfalt meiri olía eigi eftir að finnast á svæðinu. Hafdýpið þar er 370 metrar en olíulindin er 2.200 metrum undir hafsbotni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×