Innlent

Á þriðja þúsund styðja Priyönku

Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi.
Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá átta manna fjölskyldu hér á landi.
Ríflega 2600 manns hafa lýst yfir stuðningi við að Priyanka Thapa, 23 ára stúlka frá Nepal, fái dvalarleyfi á Íslandi.

Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Priyanka uppfylli ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Priyanka segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag að hún hafi brostið í grát þegar hún heyrði af úrskurðinum.

„Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim," segir Priyanka sem stendur frammi fyrir því að fara aftur til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt.

Í ákvörðuninni er vitnað í tölvupóst frá bróður Priyönku, sem hvetur hana til að giftast manninum, annars fari illa fyrir allri fjölskyldunni. Hún verði auk þess fjölskyldunni til skammar þar sem manninum hafi verið lofað að giftast henni. Hún er beðin um að tilkynna ákvörðun sína eins fljótt og hún geti og vinsamlegast beðin um að koma heim.

Viðtalið við Priyönku má lesa í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Facebook-síðuna sem stofnuð var til stuðnings henni má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Brast í grát eftir synjunina

"Ég brast í grát þegar ég heyrði fréttirnar. Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim,“ segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali sem hefur verið synjað um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Priyanka stendur frammi fyrir því að þurfa að fara aftur heim til Nepals og giftast fertugum manni, sem hún hefur aldrei hitt, til að bjarga fjölskyldu sinni frá sárri fátækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×