Innlent

Kraftmiklir Sniglar vakna af vetrardvala

Erla Hlynsdóttir skrifar
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, ætla að hefja sumarvertíðina með málþingi, þar sem við fjallað verður um hagsmunamál bifhjólamanna og hjólasumarið undirbúið.

Fulltrúar allra hjólaklúbbar sem Sniglar hafa á skrá hafa verið boðaðir á fund í dag þar sem þeir taka þátt í að móta áherslur í framtíðarsýn bifhjólafólks og þannig ljá verðugum hagsmunum rödd sína, eins og það er orðað í tilkynningu.

Á morgun verður málþingið opið öllum sem áhuga hafa á málinu. Dagskrána má finna hér að neðan, en málþingið fer fram á menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Rekjavík.

Þegar daginn tekur að lengja fjölgar bifhjólum á vegum landsins. Af því tilefni er vakin athygli á fræðslumyndbandi frá Umferðarstofu um bifhjól í umferðinni. Smellið á tengilinn hér að ofan til að horfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×