Innlent

Þingflokksfundi VG ekki flýtt

Ráðherrarnir Jón Bjarnason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson á góðri stundu í lyftu.
Ráðherrarnir Jón Bjarnason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson á góðri stundu í lyftu. Mynd/Stefán Karlsson
Þingflokksfundi Vinstri grænna sem boðaður hefur verið næstkomandi miðvikudag hefur ekki verið flýtt, að sögn Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann á ekki von á að fundartímanum verði breytt.

Hart hefur verið deilt innan VG eftir að þrír þingmenn flokksins sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í desember. Í síðustu viku sagðist Lilja Mósesdóttir íhuga að yfirgefa þingflokk VG. Hún furðaði sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar. Lilja sagðist ennfremur ætla að leggjast undir feld fram yfir áramót.

Í samtali við fréttastofu fyrr í dag lagði Jón áherslu á að um hefðbundinn þingflokksfund væri að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×