Innlent

Eiður Smári bar ekki vitni

Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur.

Við upphaf aðalmeðferðar í morgun var hins vegar ákveðið að hætta við skýrslutökuna yfir Eiði þar sem talið var að hún bætti engu við það sem þegar hafi legið fyrir í málinu.

Aðalmeðferð í málinu fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Landsliðsfyrirliðinn vill 5 milljónir í miskabætur og fer fram á hörðustu refsingu samkvæmt 229. grein almennra hegningarlaga. Þar segir að sá sem skýri frá einkamálefnum annars, án nægra ástæðna, þurfi að greiða sekt eða sæta fangelsi í allt að eitt ár.

Ástæða stefnunnar er umfjöllun blaðsins um fjárhagsmálefni landsliðsfyrirliðans í byrjun desember 2009. Þar var sagt að Eiður Smári skuldi 1,2 milljarð en eigi 800 milljónir og hafi meðal annars tapað á fjárfestingum sínum í Hong Kong, Tyrklandi og Reykjanesbæ. Auk fimm milljónanna í miskabætur vill Eiður Smári eina milljón til að kynna dóminn í dagblöðum.








Tengdar fréttir

Vill að Eiður Smári leggi fram sönnunargögn

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×