Erlent

Erdogan er maðurinn

Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Mynd/AP
Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Mynd/AP
Réttlætis- og þróunarflokkurinn, flokkur Recep Erdogan forsætisráðherra, náði hreinum meirihluta í þingkosningunum í Tyrklandi í gær.  Flokkurinn hlaut um það bil 50% atkvæða og 326 þingsæti af 550. Réttlætis- og þróunarflokkurinn hefur verið við völd í Tyrklandi frá árinu 2003 eða í tvö kjörtímabil. Flokkurinn vill breyta stjórnarskrá landsins til að auka lýðræði en stjórnarskráin sem nú er í gildi var skrifuð eftir að herinn tók völdin árið 1980.

Erdogan verður þó að reiða sig á stuðning annarra flokka til að breyta stjórnarskránni en slíkar breytingar kalla á aukinn meirihluta á þingi eða tvo þriðju.

„Við munum öll saman semja borgaralega, almenna og frjálslynda stjórnarskrá. Allir munu finna sig í þessari stjórnarskrá,“ segir Erdogan.

Almenningur í Tyrklandi fagnaði kosningaúrslitunum í gær en Erdogan þykir hafa náð góðum árangri í efnahagsmálum. „Fyrir mér eru þetta eðlileg úrslit. Það eru engir aðrir leiðtogar. Hann er maðurinn,“ segir Ismail Firtina, eftirlaunaþegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×