Erlent

Þjóðverjar styðja uppreisnarmenn

Guido Westerwelle. Mynd/AP
Guido Westerwelle. Mynd/AP
Ríkisstjórn Þýskalands lýsti í dag yfir stuðningi við Líbíska þjóðarráðið, bandalag uppreisnarmanna. Enn geisa hörð átök í Líbíu og er ekkert fararsnið á Moammar Gaddafi.

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, fundaði í dag með leiðtogum uppreisnarmanna í Benghazi. Á blaðamannafundi sagði hann Gaddafi umboðslausan og hann ætti að víkja tafarlaust. Westerwelle sagði að þjóðarráðið væri hið réttmæta yfirvald í landinu.

Þjóðverjar eru ekki meðal þátttakenda í hernaði Atlantshafsbandalagsins í Líbíu. Westerwelle sagði að með ákvörðun sinni væri þýska ríkisstjórnin ekki að lýsa yfir hlutleysi heldur þvert á móti. Westerwelle benti á að Þjóðverjar hafi verið meðal þeirra fyrstu sem kröfðust þess að Gaddafi færi frá völdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×