Rétt að ákæra Geir 13. júní 2011 16:30 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Mynd/GVA „Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta og vísa til þess hvernig málið er komið. Ég held að menn gerðu rétt í að láta það fara sinn gang,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um yfirlýsingar Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Landsdómur hefur verið kallaður saman í fyrsta sinn í sögunni og hefur Geir látið þung orð falla um forsendur ákærunnar og sakað Steingrím, Ögmund Jónasson og Atla Gíslason um pólitískar ofsóknir. Í helgarblaði Fréttablaðsins er rætt við Steingrím og hann spurður út í Landsdómsmálið. Hann segir umræðuna dapurlega. „Ég vil helst ekki ræða málin á þessum forsendum, mér finnst það of dapurlegt. Það er ágæt regla að menn tjái sig ekki of mikið um mál sem eru á leiðinni fyrir dómstóla, þau eru komin í ákveðinn farveg.“ Steingrímur minnir á að góð samstaða hafi náðst um skipun rannsóknarnefndar Alþingis og hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að tólf manns hefðu gerst sekir um vanrækslu eða brot í starfi. Í lögunum um nefndina hafi verið komið inn á ábyrgð stjórnmálamanna og vitnað til stjórnarskrárákvæða um ráðherraábyrgð. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að í niðurstöðum nefndarinnar gætu komið hlutir sem tengdust ábyrgð manna í þessum efnum. Þingmenn Vinstri grænna hafi verið samkvæmir sjálfum sér í gegnum alla atkvæðagreiðsluna. Viðtalið við Steingrím er hægt að lesa í heild sinni hér. Landsdómur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
„Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta og vísa til þess hvernig málið er komið. Ég held að menn gerðu rétt í að láta það fara sinn gang,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um yfirlýsingar Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Landsdómur hefur verið kallaður saman í fyrsta sinn í sögunni og hefur Geir látið þung orð falla um forsendur ákærunnar og sakað Steingrím, Ögmund Jónasson og Atla Gíslason um pólitískar ofsóknir. Í helgarblaði Fréttablaðsins er rætt við Steingrím og hann spurður út í Landsdómsmálið. Hann segir umræðuna dapurlega. „Ég vil helst ekki ræða málin á þessum forsendum, mér finnst það of dapurlegt. Það er ágæt regla að menn tjái sig ekki of mikið um mál sem eru á leiðinni fyrir dómstóla, þau eru komin í ákveðinn farveg.“ Steingrímur minnir á að góð samstaða hafi náðst um skipun rannsóknarnefndar Alþingis og hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að tólf manns hefðu gerst sekir um vanrækslu eða brot í starfi. Í lögunum um nefndina hafi verið komið inn á ábyrgð stjórnmálamanna og vitnað til stjórnarskrárákvæða um ráðherraábyrgð. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að í niðurstöðum nefndarinnar gætu komið hlutir sem tengdust ábyrgð manna í þessum efnum. Þingmenn Vinstri grænna hafi verið samkvæmir sjálfum sér í gegnum alla atkvæðagreiðsluna. Viðtalið við Steingrím er hægt að lesa í heild sinni hér.
Landsdómur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira