Erlent

Keppir við gróna háskóla

Richard Dawkins
Richard Dawkins
Hópur fræðimanna í Bretlandi hefur stofnað nýjan háskóla í London, The New College of the Humanities, sem á að keppa við háskólana Oxford og Cambridge.

AC Grayling, nafntogaður prófessor í heimspeki, leiðir nýja skólann, en í starfsliði hans er að finna prófessora á borð við Richard Dawkins, líffræðing og rithöfund, og Niall Ferguson, hagfræðiprófessor og rithöfund.

Skólinn verður smár í sniðum og einungis áætlaðir tíu nemendur á hvern prófessor. Boðið verður upp á einkakennslu og náið samband milli nemenda og kennara. Skólagjald verður 18.000 pund, tæpar þrjár og hálf milljón íslenskra króna. Kennsla hefst í október 2012.- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×