McIlroy byrjaði með látum á US open 16. júní 2011 23:15 Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. AFP Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot. McIlroy var líklegur til afreka á Mastersmótinu á Augusta í apríl allt þar til hann glutraði niður góðu forskoti á lokadeginum með því að leika á 80 höggum. McIlroy virðist vera búinn að hrista það af sér en hann er í ráshóp með Phil Mickelson sem hélt upp á 41. afmælisdaginn en mátti sætta sig við að vera í skugganum af McIlroy. Þrír efstu kylfingar heimslistans, þeir Luke Donald, Lee Westwood frá Englandi og Þjóðverjinn Martin Kaymer, léku samtals á 10 höggum yfir pari í dag. Donaldo og Kaymer léku á 74 höggum en Westwood lék á 75 eða fjórum höggum yfir pari. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, hefur titil að verja, en hann lék á 70 höggum eða -1. Y.E Yang frá Kóreu er annar á -3 líkt og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í apríl. Þar á eftir kemur landi hans Louis Oosthuizen sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra, Ryan Palmer frá Bandaríkjunum, Alexander Rocha frá Brasilíu, Scott Hend frá Ástralíu, Kyung-tae Kim frá Suður Kóreu og Sergio Garcia frá Spáni. Þeir eru allir á -2 en Garcia komst inn á mótið með því að taka þátt í forkeppni. Á fyrsta keppnisdeg á stórmóti sem þessu er alltaf áhugavert að skoða þá sem eru neðarlega eftir fyrsta keppnisdaginn og má þar nafna Robert Karlsson frá Svíþjóð sem lék á +8, Miquel A. Jimenez frá Spáni +6 og K.J. Choi Suður-Kórea +6. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot. McIlroy var líklegur til afreka á Mastersmótinu á Augusta í apríl allt þar til hann glutraði niður góðu forskoti á lokadeginum með því að leika á 80 höggum. McIlroy virðist vera búinn að hrista það af sér en hann er í ráshóp með Phil Mickelson sem hélt upp á 41. afmælisdaginn en mátti sætta sig við að vera í skugganum af McIlroy. Þrír efstu kylfingar heimslistans, þeir Luke Donald, Lee Westwood frá Englandi og Þjóðverjinn Martin Kaymer, léku samtals á 10 höggum yfir pari í dag. Donaldo og Kaymer léku á 74 höggum en Westwood lék á 75 eða fjórum höggum yfir pari. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, hefur titil að verja, en hann lék á 70 höggum eða -1. Y.E Yang frá Kóreu er annar á -3 líkt og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í apríl. Þar á eftir kemur landi hans Louis Oosthuizen sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra, Ryan Palmer frá Bandaríkjunum, Alexander Rocha frá Brasilíu, Scott Hend frá Ástralíu, Kyung-tae Kim frá Suður Kóreu og Sergio Garcia frá Spáni. Þeir eru allir á -2 en Garcia komst inn á mótið með því að taka þátt í forkeppni. Á fyrsta keppnisdeg á stórmóti sem þessu er alltaf áhugavert að skoða þá sem eru neðarlega eftir fyrsta keppnisdaginn og má þar nafna Robert Karlsson frá Svíþjóð sem lék á +8, Miquel A. Jimenez frá Spáni +6 og K.J. Choi Suður-Kórea +6.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira