Adam Scott mætir til leiks með kylfusvein Tiger Woods 16. júní 2011 15:30 Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á "pokanum“ á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. AP Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á „pokanum" á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Woods er meiddur á hné og getur því ekki leikið á stórmótinu og hinn þrítugi Scott óskaði eftir því að fá Williams að „láni" frá Woods í þetta mót. Williams, sem er frá Nýja Sjálandi, hefur áður starfað fyrir kylfinga frá Ástralíu og má þar nefna Greg Norman. Williams hefur verið með Woods á 13 af alls 14 sigrum hans á stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót eða alls 18. „Við höfum þekkst í mörg ár og samstarfið gengur vel. Hann er sá besti í þessu fagi og ég þar að koma mér í þá stöðu á þessu móti að hæfileikar hans njóti sín. Til þess þarf ég að vera í baráttunni um sigurinn," sagði Scott en hann lauk samstarfi sínu við kylfuberann Tony Navarro eftir Players meistaramótið í maí. Scott hefur ekki náð sér á strik á opna bandaríska meistaramótinu á undanförnum árum en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðin í fimm af síðustu níu mótum. Hans besti árangur á stórmóti er 2. sætið en þeim árangri náði hann á Mastersmótinu í apríl. Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á „pokanum" á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Woods er meiddur á hné og getur því ekki leikið á stórmótinu og hinn þrítugi Scott óskaði eftir því að fá Williams að „láni" frá Woods í þetta mót. Williams, sem er frá Nýja Sjálandi, hefur áður starfað fyrir kylfinga frá Ástralíu og má þar nefna Greg Norman. Williams hefur verið með Woods á 13 af alls 14 sigrum hans á stórmótum en aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri stórmót eða alls 18. „Við höfum þekkst í mörg ár og samstarfið gengur vel. Hann er sá besti í þessu fagi og ég þar að koma mér í þá stöðu á þessu móti að hæfileikar hans njóti sín. Til þess þarf ég að vera í baráttunni um sigurinn," sagði Scott en hann lauk samstarfi sínu við kylfuberann Tony Navarro eftir Players meistaramótið í maí. Scott hefur ekki náð sér á strik á opna bandaríska meistaramótinu á undanförnum árum en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðin í fimm af síðustu níu mótum. Hans besti árangur á stórmóti er 2. sætið en þeim árangri náði hann á Mastersmótinu í apríl.
Golf Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira