Erlent

Þjóðþing ríkja taka meiri þátt

Í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að þing aðildarríkja láti til sín taka sem aldrei fyrr.Nordicphotos/AFP
Í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að þing aðildarríkja láti til sín taka sem aldrei fyrr.Nordicphotos/AFP
Þjóðþing aðildarríkjanna 27, sem mynda ESB, hafa aldrei látið jafn mikið til sín taka við stefnumótun sambandsins og árið 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB.

Þingin sendu framkvæmdastjórninni 387 álit það árið, sem er 60% aukning frá 2009.

Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni er þessi þróun rakin til Lissabon-sáttmálans og til stefnumörkunar frá 2006. Einnig til aukins vægis nálægðarreglu, frá og með 2010, sem segir að ákvarðanir skuli teknar sem næst þeim sem þær hafa áhrif á.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×