Erlent

Hindrar hugsanlega framgöngu Brown hjá AGS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Cameron lýst illa á að Brown verði næsti yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd/ AFP.
David Cameron lýst illa á að Brown verði næsti yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd/ AFP.
David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur gefið til kynna að hann kunni að koma í veg fyrir að Gordon Brown verði næsti yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forsætisráðherrann segir að maður sem hafi ekki séð fyrir að Bretland væri í skuldavanda yrði ef til vill ekki besti maðurinn til þess að stjórna alþjóðlegu fjármálaeftirlitskerfi.

Fjölmiðlar hafa að undanförnu gefið til kynna að Brown komi til greina sem næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Cameron sagði við BBC að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfi einhvern sérstaklega hæfan í starfið.

Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir hins vegar að Brown sé mjög hæfur. Frammistaða hans við að fást við fjármálakrísuna á árunum 2007-2008 hafi verið framúrskarandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×