Erlent

Telur kólígerlasmitið hafa náð hámarki

Daniel Bahr heilbrigðisráðherra Þýskalands er hóflega bjartsýnn á að kóligerlasmitið í norðurhluta Evrópu hafi náð hámarki og að það versta sé að baki.

Þetta kemur fram í frétt um málið á BBC. Kóligerlasmitið hefur þegar kostað 24 lífið og 2.400 manns eru sýktir. Enn hefur ekki tekist að finna uppruna þess en svo virðist sem það sé að mestu leyti bundið við Þýskaland.

Á neyðarfundi landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins um málið í gær var ákveðið að veita 150 milljónir evra til þeirra bænda sem hafa hvað harðast orðið úti vegna smitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×