Erlent

Lítið að hafa upp úr vændi í Danmörku

Í nýrri skýrslu um vændi í Danmörku kemur fram að 85% þeirra kvenna sem stunda það segjast gera það vegna peninganna.

Hinsvegar sýnir skýrslan að meðalmánaðarlaun danskra vændiskvenna eru aðeins 24 þúsund danskar krónur eða rúmlega hálf milljón króna sem þykir ekki hátt kaup í Danmörku.

Þar að auki verður að draga ýmsan kostnað frá þessu kaupi, svo sem leigu fyrir pláss á vændishúsum, símaþjónustu, auglýsingar og smokka.

Um 3.200 konur leggja nú stund á vændi í Danmörku. Þar af eru 1.600 starfandi á vændishúsum, 900 stunda fylgdarþjónustu og um 600 stunda vændi á götum úti en flestar þeirra eru erlendis frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×