Stefnir Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði 8. júní 2011 08:00 Gunnlaugur M. Sigmundsson Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Tilefnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum. „Þetta er eitt allsherjarbull í gölnum manni þannig að það er ekkert annað að gera," segir Gunnlaugur um stefnuna. Bloggfærslan var undir yfirskriftinni „Formaður Framsóknarflokksins og hræðslan" en henni hefur nú verið breytt og inniheldur einungis þrettán ára gamla umfjöllun úr Morgunblaðinu um málefni fyrirtækisins Kögunar, sem Gunnlaugur fór fyrir. „Þetta snýst um það að sonur minn segir að ríkisstjórnin sé hrædd og þá snýr hann þessu upp á fjölskyldu Sigmundar, það er að segja mig og konuna mína – að ég hafi notað aðstöðu mína sem þingmaður til þess að komast að innherjaupplýsingum og frétt af stórum samningi við NATO," segir Gunnlaugur um bloggfærsluna, en hann er faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Gunnlaugur segist hafa boðið Teiti sættir en þeim hafi Teitur hafnað. „Hann virðist telja að þar sem ég hafi einu sinni verið opinber persóna þá sé honum heimilt að kasta í mig hvaða skít sem er," segir hann. Hann vildi ekki tjá sig frekar um stefnuna og vísaði á lögmann sinn, Erlu Skúladóttur. Erla staðfesti að málið hefði verið höfðað og það yrði þingfest 28. júní en vildi ekki tjá sig að öðru leyti og kvaðst ekki vilja reka málið í fjölmiðlum. Hvorki náðist í Teit né lögmann hans í gær. - sh Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Tilefnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum. „Þetta er eitt allsherjarbull í gölnum manni þannig að það er ekkert annað að gera," segir Gunnlaugur um stefnuna. Bloggfærslan var undir yfirskriftinni „Formaður Framsóknarflokksins og hræðslan" en henni hefur nú verið breytt og inniheldur einungis þrettán ára gamla umfjöllun úr Morgunblaðinu um málefni fyrirtækisins Kögunar, sem Gunnlaugur fór fyrir. „Þetta snýst um það að sonur minn segir að ríkisstjórnin sé hrædd og þá snýr hann þessu upp á fjölskyldu Sigmundar, það er að segja mig og konuna mína – að ég hafi notað aðstöðu mína sem þingmaður til þess að komast að innherjaupplýsingum og frétt af stórum samningi við NATO," segir Gunnlaugur um bloggfærsluna, en hann er faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Gunnlaugur segist hafa boðið Teiti sættir en þeim hafi Teitur hafnað. „Hann virðist telja að þar sem ég hafi einu sinni verið opinber persóna þá sé honum heimilt að kasta í mig hvaða skít sem er," segir hann. Hann vildi ekki tjá sig frekar um stefnuna og vísaði á lögmann sinn, Erlu Skúladóttur. Erla staðfesti að málið hefði verið höfðað og það yrði þingfest 28. júní en vildi ekki tjá sig að öðru leyti og kvaðst ekki vilja reka málið í fjölmiðlum. Hvorki náðist í Teit né lögmann hans í gær. - sh
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira