Erlent

Finnar kjósa til þings í dag

Kjörklefarnir í Finnlandi eru aðeins öðruvísi en á Íslandi.
Kjörklefarnir í Finnlandi eru aðeins öðruvísi en á Íslandi. Mynd/AFP
Þingkosningar fara fram í Finnlandi í dag. Kannanir benda til þess að Samstöðuflokkurinn, flokkur Jyrki Katainen, núverandi fjármálaráðherra, fái rúmlega 21 prósenta fylgi og verði stærsti flokkurinn.

Miðflokknum, flokki Mari Kiviniemi forsætisráðherra, er spáð tæplega 19 prósenta fylgi og Jafnaðarmönnum er spáð átján prósenta fylgi.

Allt bendir til þess þjóðernisflokkurinn, Sannir Finnar, fái 15 prósenta fylgi sem fjórföldun á fylgi flokksins frá síðustu kosningum. Flokkurinn vill meðal annars herða innflytjendalög í Finnlandi og er einnig mótfallinn því að Finnar taki þátt í björgunarpakka Evrópusambandins fyrir Portúgal.

Von er fyrstu tölum fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað í dag eða upp úr klukkan fimm að íslenskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×