Formúla 1

Hamilton vann æsispennandi Kína kappakstur

Lewis Hamilton fagnar í Kína í dag.
Lewis Hamilton fagnar í Kína í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson
Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstu í endmark í tilþrifamiklum kappakstri í Sjanghæ í Kína í dag. Sex ökumenn skiptust á að hafa forystu í mótinu, en Sebastian Vettel varð annar og Mark Webber þriðji, en báðir aka með Red Bull.

Webber vann sig upp úr átjándi sæti á ráslínu í það þriðja, eftir frábæra frammistöðu, en miklar sviptingar voru í mótinu frá upphafi til enda. Ljóst þykir að nýjar reglur um stillanlega afturvængi á bílunum bjóða upp á meiri framúrakstur í mótum og var stöðubarátta í algleymingi alla keppnina. Þá beittu keppnislið mismunandi þjónustuáætlunum varðandi umskipti á dekkjum og það gerði gæfumuninn hjá mörgum ökumönnum.

Með sigrinum bætti Hamilton stöðu sýna í stigamótinu gagnvart Vettel, sem hafði unnið tvö fyrstu mót ársins. Hamilton var þriðji á ráslínu, en sýndi mikla festu undir lokin þegar hann fór framúr bæði Hamilton og Vettel, sem höfðu verið í fyrsta og öðru sæti á ráslínu. Button náði forystu í mótinu um tíma, en varð að gefa eftir.

Lokastaðan

1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h36:58.226

2. Vettel Red Bull-Renault + 5.198

3. Webber Red Bull-Renault + 7.555

4. Button McLaren-Mercedes + 10.000

5. Rosberg Mercedes + 13.448

6. Massa Ferrari + 15.840

7. Alonso Ferrari + 30.622

8. Schumacher Mercedes + 31.206

9. Petrov Renault + 57.404

10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:03.273

Stigastaðan

1. Vettel 68 1. Red Bull-Renault 105

2. Hamilton 47 2. McLaren-Mercedes 85

3. Button 38 3. Ferrari 50

4. Webber 37 4. Renault 32

5. Alonso 26 5. Mercedes 16

6. Massa 24 6. Sauber-Ferrari 7

7. Petrov 17 7. Toro Rosso-Ferrari 4

8. Heidfeld 15 8. Force India-Mercedes 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×