Innlent

Ungur drengur lést úr svínaflensu í gær - flensan berst hratt

mynd úr safni
Sjö ára sænskur drengur lést úr svínaflensu í gær. Sænski sóttvarnarlæknirinn segir að flensan berist nú hratt á milli manna. Sóttvarnarlæknir Landlæknisembættisins hvetur þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig til að láta að því verða.

Svínaflensan er aftur farin að láta á sér kræla og eins og greint hefur verið frá hefur fólk látist vegna hennar í nágrannaríkjum okkar að undanförnu.

Fyrsta dauðsfallið í Svíþjóð þetta flensutímabil varð í Helsingborg nú um nýárshelgina en þar lést sjö ára drengur. Sænskir miðlar hafa sýnt málinu mikla athygli. Og segir Per Hagstam sóttvarnarlæknir þar í landi að flensan berist nú hratt á milli manna. Hann hvetur þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig til að gera það og jafnvel til þess að þeir sem þegar hafi farið í bólusetningu geri það aftur.

Fyrir um ári var mjög mikið álag á Landspítalanum vegna fjölda fólks sem hafði smitast af svínaflensunni og reyndi ástandið sérstaklega mikið á gjörgæsludeildina.

Haraldur Breim sóttvarnarlæknir, Landlæknisembættis Íslands, segir mjög mjög ólíklegt að flensan nái að valda sama skaða og varð í fyrra en fólk verði að hafa varann á.

„Það er um það bil helmingurinn bólusettur, við eigum ekki von á stórum faraldri en það gætu margir veikst, vonandi ekkert í líkingu við það sem var í fyrra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×