Lögin óvenjulega fljótt til Bessastaða 17. febrúar 2011 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson Hin nýsamþykktu Icesave-lög bárust forseta Íslands innan við klukkustund eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. „Það er mjög óvenjulegt,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Alla jafna þurfa starfsmenn þingsins að fínpússa frumvarpið og smíða úr því formlegt lagaskjal og það tekur yfirleitt einn til tvo daga. Að því loknu eru lögin send þeim ráðherra sem fer með málaflokkinn, sem í þessu tilfelli er fjármálaráðherra. Í ráðuneytinu eru síðan útbúnir pappírar til að senda á Bessastaði til formlegrar undirritunar. Til þess hefur ráðherrann tvær vikur en nýtir sjaldnast allan þann frest. Að því loknu fær fulltrúi forsætisráðuneytisins pappírana í hendur og hann ber þá á Bessastaði. Örnólfur sagðist í gærkvöldi ekkert geta sagt um það hvenær forsetinn mundi taka ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin eða hvenær hann mundi tilkynna ákvörðun sína. Alla jafna staðfestir forseti lög samdægurs eða daginn eftir að þau berast honum en ákveði hann að taka sér umþóttunarfrest, eins og hann gerði með síðustu Icesave-lög, eru engar reglur til um hversu langur fresturinn má vera. Í fyrra hugsaði forsetinn málið í sex daga og tilkynnti að því loknu að hann mundi vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar.- sh Icesave Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Hin nýsamþykktu Icesave-lög bárust forseta Íslands innan við klukkustund eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. „Það er mjög óvenjulegt,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari. Alla jafna þurfa starfsmenn þingsins að fínpússa frumvarpið og smíða úr því formlegt lagaskjal og það tekur yfirleitt einn til tvo daga. Að því loknu eru lögin send þeim ráðherra sem fer með málaflokkinn, sem í þessu tilfelli er fjármálaráðherra. Í ráðuneytinu eru síðan útbúnir pappírar til að senda á Bessastaði til formlegrar undirritunar. Til þess hefur ráðherrann tvær vikur en nýtir sjaldnast allan þann frest. Að því loknu fær fulltrúi forsætisráðuneytisins pappírana í hendur og hann ber þá á Bessastaði. Örnólfur sagðist í gærkvöldi ekkert geta sagt um það hvenær forsetinn mundi taka ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin eða hvenær hann mundi tilkynna ákvörðun sína. Alla jafna staðfestir forseti lög samdægurs eða daginn eftir að þau berast honum en ákveði hann að taka sér umþóttunarfrest, eins og hann gerði með síðustu Icesave-lög, eru engar reglur til um hversu langur fresturinn má vera. Í fyrra hugsaði forsetinn málið í sex daga og tilkynnti að því loknu að hann mundi vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar.- sh
Icesave Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira