Innkaup löggæslustofnana skoðuð í ráðuneytinu 29. september 2011 05:30 ríkislögreglustjóri Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýrri skýrslu innkaup hjá nokkrum löggæslustofnunum. Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra varar við því að menn hrapi að ályktunum í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana. Málið sé til skoðunar í ráðuneytinu. „Mér finnst að menn eigi að fara varlega í allar staðhæfingar um að lög hafi verið brotin áður en öll kurl eru komin til grafar,“ segir Ögmundur og bætir við: „Ég hef óskað eftir skýrslu frá Ríkislögreglustjóra um málið og við munum taka ábendingar Ríkisendurskoðunar til markvissrar skoðunar. Ef niðurstaðan er sú að það sé þörf að bæta vinnuferla munum við náttúrulega bregðast við því og gera breytingar.“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru gagnrýnd viðskipti löggæslustofnanna upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra. Þá er gefið í skyn að í einu tilfelli hafi embætti Ríkislögreglustjóra gerst brotlegt við lög um opinber innkaup. Í yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra segir að í því tilfelli hafi verið um „skyndiinnkaup“ að ræða vegna neyðarástands sem hafi skapast í kjölfar bankahrunsins. Ómögulegt hafi verið að láta útboð fara fram við þær aðstæður. Þá segir þar að fyrirtæki sem séu umboðsaðilar fyrir búnað til lögreglustarfa séu flest tengd starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum. Ögmundur segir að lögreglumönnum og ættmennum þeirra sé ekki óheimilt að eiga fyrirtæki og bætir við: „Stóra málið er hvernig staðið hefur verið að innkaupum, hvort að þeir sem að sjá um innkaup eru með einhver óeðlileg tengsl. Ef svo væri þyrfti að skoða það sérstaklega en við gefum okkur að sjálfsögðu ekkert fyrir fram.“- mþl Fréttir Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra varar við því að menn hrapi að ályktunum í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana. Málið sé til skoðunar í ráðuneytinu. „Mér finnst að menn eigi að fara varlega í allar staðhæfingar um að lög hafi verið brotin áður en öll kurl eru komin til grafar,“ segir Ögmundur og bætir við: „Ég hef óskað eftir skýrslu frá Ríkislögreglustjóra um málið og við munum taka ábendingar Ríkisendurskoðunar til markvissrar skoðunar. Ef niðurstaðan er sú að það sé þörf að bæta vinnuferla munum við náttúrulega bregðast við því og gera breytingar.“ Í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru gagnrýnd viðskipti löggæslustofnanna upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra. Þá er gefið í skyn að í einu tilfelli hafi embætti Ríkislögreglustjóra gerst brotlegt við lög um opinber innkaup. Í yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra segir að í því tilfelli hafi verið um „skyndiinnkaup“ að ræða vegna neyðarástands sem hafi skapast í kjölfar bankahrunsins. Ómögulegt hafi verið að láta útboð fara fram við þær aðstæður. Þá segir þar að fyrirtæki sem séu umboðsaðilar fyrir búnað til lögreglustarfa séu flest tengd starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum. Ögmundur segir að lögreglumönnum og ættmennum þeirra sé ekki óheimilt að eiga fyrirtæki og bætir við: „Stóra málið er hvernig staðið hefur verið að innkaupum, hvort að þeir sem að sjá um innkaup eru með einhver óeðlileg tengsl. Ef svo væri þyrfti að skoða það sérstaklega en við gefum okkur að sjálfsögðu ekkert fyrir fram.“- mþl
Fréttir Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira