Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva heldur sérstakan kynningarfund á skemmtistaðnum Barböru í kvöld klukkan átta. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og það er fullt af hlutum sem við stefnum á að gera í vetur,“ segir Eyrún Ellý Valsdóttir, einn af stofnmeðlimum félagsins.
Markmið FÁSES er að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem hafa áhuga á Eurovision-söngvakeppninni. „Hvort sem fólk vill hittast til að ræða komandi keppni, horfa saman á keppnina eða fara erlendis til að fylgjast með.“
- fgg

