Innlent

Ríkisendurskoðun vill sameina kirkjusóknir

Hallgrímskirkja.
Hallgrímskirkja.

Ríkisendurskoðun hefur birt yfirlit yfir rekstrarreikninga kirkjusókna landsins fyrir árið 2009. Í samantektinni kemur meðal annars fram að sóknirnar skulda samtals fjóra milljarða króna en eignir þeirra nema tæpum 26 milljörðum. Lagt er til að sóknir verði sameinaðar.

Svo dæmi séu tekin var Hafnafjarðarsókn rekin með 20 milljóna hagnaði og Langholtssókn með 19 milljóna hagnaði.

Ólafsvíkursókn skilaði hinsvegar 17 milljóna tapi og Kársnessókn var rekin með tæplega 16 milljóna króna halla.

Þá eru langtímaskuldir nokkurra sókna nokkuð háar. Langtímaskuldir vegna byggingar Hallgrímskirkju nema 426 milljónum króna og Grafarvogssókn skuldar 614 milljónir tiol langs tíma.

Með hliðsjón af því hve margar sóknir eru fámennar leggur Ríkisendurskoðun til að kirkjuþing kanni hvort tímabært sé að það beiti sér fyrir frekari sameiningu sókna í hagræðingarskyni.

„Í árslok 2009 voru 273 sóknir starfandi. Í byrjun nóvember 2010 höfðu Ríkisendurskoðun borist ársreikningar frá 256 sóknum vegna ársins 2009, þar af voru 5 svo ófullkomnir að ekki var hægt að skrá þá í gagnagrunninn að svo stöddu. Ársreikningum 17 sókna hafði ekki verið skilað," segir á vef Ríkisendurskoðunar. „Enn og aftur skal ítrekað að fyrirmæli um skil á ársreikningum eru lögbundin og ber sóknum að skila reikningunum fyrir 1. júní ár hvert."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×