Innlent

Hundruð mótmæla niðurskurði á Menntasviði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr borgarstjóri tjáir sig um málefni grunnskólanna við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Mynd/ VIlhelm.
Jón Gnarr borgarstjóri tjáir sig um málefni grunnskólanna við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Mynd/ VIlhelm.
Allt að 300 manns eru samankomnir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sýna samstöðu gegn fyrirhuguðum niðurskurði á rekstri Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Það eru SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, sem standa fyrir þessari samkomu í höfuðborginni.

Guðrún Valdimarsdóttir, formaður SAMFOK, segir að forráðamönnum borgarinnar væri sæmst að setjast nú yfir málefni grunnskóla með foreldrum og ræða málin af heiðarleika en ekki að reyna að blekkja þá með skrumskælingu á staðreyndum sem hún segir að fræðslustjóri og borgarfulltrúar hafi haft í umræðunni um niðurskurðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×