Innlent

Tveir áfram í gæsluvarðhaldi - Jón Steinar vill þá lausa

Mynd/Stöð2
Mynd/Stöð2
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tveir menn, sem hafa verið ákærðir fyrir að skjóta úr haglabyssu á íbúðarhús í Ásgarði í Reykjavík á aðfangadag, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 15. mars næstkomandi.

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði en hann segir að ekki sé unnt að fallast á með ákæruvaldinu að fram sé kominn sterkur grunur um að mennirnir hafi gerst sekir um tilraun til stórfelldrar líkamsárásar, því ætti að fella gæsluvarðhaldsdóm héraðsdóms yfir mönnunum úr gildi.

Ákæra hefur verið gefin út í málinu og var hún þingfest í dag. Þar neituðu mennirnir sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×