Innlent

Almenn laun hækka um 4,25%

LVP skrifar
Forystumenn aðila vinnumarkaðarins, þeir Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson.
Forystumenn aðila vinnumarkaðarins, þeir Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson.
Aðildarfélög Alþýðusambands Íslands hafa samþykkt nýundirritaða kjarasamninga með miklum meirihluta. Áður höfðu Samtök atvinnulífsins samþykkt samningana. Þetta þýðir að samningarnir taka strax gildi og almenn laun hækka um 4,25% 1. júní næstkomandi. Þá fá félagsmenn 50 þúsund króna eingreiðslu á sama tíma og auk þess 10 þúsund krónur í orlofsuppbót í júní. Aðildarfélög ASÍ samþykktu kjarasamningana með á bilinu 70 til 96% atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×