Innlent

Þjóðverjinn fundinn - var kaldur og hrakinn

Þyrlan fann manninn í dag. Mynd/Pjetur
Þyrlan fann manninn í dag. Mynd/Pjetur
Þjóðverji sem leitað hefur verið að norðan Vatnajökuls í dag er fundinn heill á húfi. Það var TF-Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann manninn en hann var þá staddur um 14 km suðvestur af Fjórðungsöldu.  Var hann í ágætu ástandi miðað við aðstæður en kaldur og hrakinn.

 

Um 60 björgunarsveitamenn voru við leit á svæðinu þegar hann fannst og fleiri á leiðinni. Búið var að kalla út sveitir af Suðurlandi, Norðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum því allt kapp var lagt á að finna manninn fyrir myrkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×