Innlent

Lítil samskipti milli ráðuneyta

katrín júlíusdóttir
katrín júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir gríðarlega þykka veggi milli ráðuneyta hér á landi. Það valdi oft upplýsingaskorti og geti verið til vansa.

Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem gagnrýndi stjórnina fyrir skort á byggðastefnu. Vísaði hún í skýrslu Evrópusambandsins sem sýndi að hér skorti stefnu í þessum málum.

Katrín sagði það skýrast af uppsöfnuðum vanda fyrri ára. Mikið hefði verið gert til að samræma þennan málaflokk, en fyrrnefndur upplýsingaskortur milli ráðuneyta hefði gert það að verkum að erfitt reyndist að móta heildstæða stefnu í málum sem vörðuðu fleiri en eitt ráðuneyti.

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×