Níumenningarnir: Myndbandsupptökum úr Alþingi eytt SB skrifar 18. janúar 2011 14:27 Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. Guðlaugur Ágústsson er deildarstjóri þingvarða við Alþingi. Hann lýsti því fyrir dómnum að hann hefði verið sá sem hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að Alþingishúsið væri undir "árás". "Ég tilkynnti lögreglu það að það væri verið að ráðast á okkur, þetta væru ekki fölsk boð," sagði hann. Það sem vakti hins vegar mesta athygli í málflutningi Guðlaugs voru þær upplýsingar sem hann gaf um hið umdeilda myndband sem margsinnis var sýnt við aðalmeðferðina í morgun. Á myndbandinu, sem er um 4 mínútur, sjást aðeins átök mótmælenda við þingverði. Mótmælendur hafa greint frá meintu harðræði lögreglunnar en engar upptökur eru til af því. Guðlaugur lýsti því að hann hefði ekki hlotið neina beiðni um heildarupptökuna frá lögreglu. Hann hefði reyndar ekki hlotið neina beiðni yfir höfuð heldur hefði hann af sjálfsdáðum tekið þetta myndbrot úr öryggisvélunum og afhent forsætisnefnd. Verjandi spurði: "Af hverju var ekki allt myndskeiðið afhent heldur bara hluti" og Guðlaugur svaraði: "Það var aldrei óskað eftir neinu meiru?" Þá kom fram að í dag er ekki mögulegt að fá heildarsýn yfir atburðina. Guðlaugur upplýsti að eftir um tíu daga eyðast upptökurnar út því sama spólan sé notuð aftur og aftur. Dómari spurði þá hvort það væri bara tilviljun að myndbandið væri til? "Það var mín ákvörðun að taka niður þennan hluta af efninu," sagði Guðlaugur. Dómari spurði þá af hverju hann tók ekki niður alla atburðarrásina. "Ég man það ekki," svaraði Guðlaugur. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. Guðlaugur Ágústsson er deildarstjóri þingvarða við Alþingi. Hann lýsti því fyrir dómnum að hann hefði verið sá sem hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að Alþingishúsið væri undir "árás". "Ég tilkynnti lögreglu það að það væri verið að ráðast á okkur, þetta væru ekki fölsk boð," sagði hann. Það sem vakti hins vegar mesta athygli í málflutningi Guðlaugs voru þær upplýsingar sem hann gaf um hið umdeilda myndband sem margsinnis var sýnt við aðalmeðferðina í morgun. Á myndbandinu, sem er um 4 mínútur, sjást aðeins átök mótmælenda við þingverði. Mótmælendur hafa greint frá meintu harðræði lögreglunnar en engar upptökur eru til af því. Guðlaugur lýsti því að hann hefði ekki hlotið neina beiðni um heildarupptökuna frá lögreglu. Hann hefði reyndar ekki hlotið neina beiðni yfir höfuð heldur hefði hann af sjálfsdáðum tekið þetta myndbrot úr öryggisvélunum og afhent forsætisnefnd. Verjandi spurði: "Af hverju var ekki allt myndskeiðið afhent heldur bara hluti" og Guðlaugur svaraði: "Það var aldrei óskað eftir neinu meiru?" Þá kom fram að í dag er ekki mögulegt að fá heildarsýn yfir atburðina. Guðlaugur upplýsti að eftir um tíu daga eyðast upptökurnar út því sama spólan sé notuð aftur og aftur. Dómari spurði þá hvort það væri bara tilviljun að myndbandið væri til? "Það var mín ákvörðun að taka niður þennan hluta af efninu," sagði Guðlaugur. Dómari spurði þá af hverju hann tók ekki niður alla atburðarrásina. "Ég man það ekki," svaraði Guðlaugur.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira