Níumenningarnir: Myndbandsupptökum úr Alþingi eytt SB skrifar 18. janúar 2011 14:27 Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. Guðlaugur Ágústsson er deildarstjóri þingvarða við Alþingi. Hann lýsti því fyrir dómnum að hann hefði verið sá sem hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að Alþingishúsið væri undir "árás". "Ég tilkynnti lögreglu það að það væri verið að ráðast á okkur, þetta væru ekki fölsk boð," sagði hann. Það sem vakti hins vegar mesta athygli í málflutningi Guðlaugs voru þær upplýsingar sem hann gaf um hið umdeilda myndband sem margsinnis var sýnt við aðalmeðferðina í morgun. Á myndbandinu, sem er um 4 mínútur, sjást aðeins átök mótmælenda við þingverði. Mótmælendur hafa greint frá meintu harðræði lögreglunnar en engar upptökur eru til af því. Guðlaugur lýsti því að hann hefði ekki hlotið neina beiðni um heildarupptökuna frá lögreglu. Hann hefði reyndar ekki hlotið neina beiðni yfir höfuð heldur hefði hann af sjálfsdáðum tekið þetta myndbrot úr öryggisvélunum og afhent forsætisnefnd. Verjandi spurði: "Af hverju var ekki allt myndskeiðið afhent heldur bara hluti" og Guðlaugur svaraði: "Það var aldrei óskað eftir neinu meiru?" Þá kom fram að í dag er ekki mögulegt að fá heildarsýn yfir atburðina. Guðlaugur upplýsti að eftir um tíu daga eyðast upptökurnar út því sama spólan sé notuð aftur og aftur. Dómari spurði þá hvort það væri bara tilviljun að myndbandið væri til? "Það var mín ákvörðun að taka niður þennan hluta af efninu," sagði Guðlaugur. Dómari spurði þá af hverju hann tók ekki niður alla atburðarrásina. "Ég man það ekki," svaraði Guðlaugur. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. Guðlaugur Ágústsson er deildarstjóri þingvarða við Alþingi. Hann lýsti því fyrir dómnum að hann hefði verið sá sem hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að Alþingishúsið væri undir "árás". "Ég tilkynnti lögreglu það að það væri verið að ráðast á okkur, þetta væru ekki fölsk boð," sagði hann. Það sem vakti hins vegar mesta athygli í málflutningi Guðlaugs voru þær upplýsingar sem hann gaf um hið umdeilda myndband sem margsinnis var sýnt við aðalmeðferðina í morgun. Á myndbandinu, sem er um 4 mínútur, sjást aðeins átök mótmælenda við þingverði. Mótmælendur hafa greint frá meintu harðræði lögreglunnar en engar upptökur eru til af því. Guðlaugur lýsti því að hann hefði ekki hlotið neina beiðni um heildarupptökuna frá lögreglu. Hann hefði reyndar ekki hlotið neina beiðni yfir höfuð heldur hefði hann af sjálfsdáðum tekið þetta myndbrot úr öryggisvélunum og afhent forsætisnefnd. Verjandi spurði: "Af hverju var ekki allt myndskeiðið afhent heldur bara hluti" og Guðlaugur svaraði: "Það var aldrei óskað eftir neinu meiru?" Þá kom fram að í dag er ekki mögulegt að fá heildarsýn yfir atburðina. Guðlaugur upplýsti að eftir um tíu daga eyðast upptökurnar út því sama spólan sé notuð aftur og aftur. Dómari spurði þá hvort það væri bara tilviljun að myndbandið væri til? "Það var mín ákvörðun að taka niður þennan hluta af efninu," sagði Guðlaugur. Dómari spurði þá af hverju hann tók ekki niður alla atburðarrásina. "Ég man það ekki," svaraði Guðlaugur.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira