Níumenningarnir: Myndbandsupptökum úr Alþingi eytt SB skrifar 18. janúar 2011 14:27 Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. Guðlaugur Ágústsson er deildarstjóri þingvarða við Alþingi. Hann lýsti því fyrir dómnum að hann hefði verið sá sem hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að Alþingishúsið væri undir "árás". "Ég tilkynnti lögreglu það að það væri verið að ráðast á okkur, þetta væru ekki fölsk boð," sagði hann. Það sem vakti hins vegar mesta athygli í málflutningi Guðlaugs voru þær upplýsingar sem hann gaf um hið umdeilda myndband sem margsinnis var sýnt við aðalmeðferðina í morgun. Á myndbandinu, sem er um 4 mínútur, sjást aðeins átök mótmælenda við þingverði. Mótmælendur hafa greint frá meintu harðræði lögreglunnar en engar upptökur eru til af því. Guðlaugur lýsti því að hann hefði ekki hlotið neina beiðni um heildarupptökuna frá lögreglu. Hann hefði reyndar ekki hlotið neina beiðni yfir höfuð heldur hefði hann af sjálfsdáðum tekið þetta myndbrot úr öryggisvélunum og afhent forsætisnefnd. Verjandi spurði: "Af hverju var ekki allt myndskeiðið afhent heldur bara hluti" og Guðlaugur svaraði: "Það var aldrei óskað eftir neinu meiru?" Þá kom fram að í dag er ekki mögulegt að fá heildarsýn yfir atburðina. Guðlaugur upplýsti að eftir um tíu daga eyðast upptökurnar út því sama spólan sé notuð aftur og aftur. Dómari spurði þá hvort það væri bara tilviljun að myndbandið væri til? "Það var mín ákvörðun að taka niður þennan hluta af efninu," sagði Guðlaugur. Dómari spurði þá af hverju hann tók ekki niður alla atburðarrásina. "Ég man það ekki," svaraði Guðlaugur. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. Guðlaugur Ágústsson er deildarstjóri þingvarða við Alþingi. Hann lýsti því fyrir dómnum að hann hefði verið sá sem hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að Alþingishúsið væri undir "árás". "Ég tilkynnti lögreglu það að það væri verið að ráðast á okkur, þetta væru ekki fölsk boð," sagði hann. Það sem vakti hins vegar mesta athygli í málflutningi Guðlaugs voru þær upplýsingar sem hann gaf um hið umdeilda myndband sem margsinnis var sýnt við aðalmeðferðina í morgun. Á myndbandinu, sem er um 4 mínútur, sjást aðeins átök mótmælenda við þingverði. Mótmælendur hafa greint frá meintu harðræði lögreglunnar en engar upptökur eru til af því. Guðlaugur lýsti því að hann hefði ekki hlotið neina beiðni um heildarupptökuna frá lögreglu. Hann hefði reyndar ekki hlotið neina beiðni yfir höfuð heldur hefði hann af sjálfsdáðum tekið þetta myndbrot úr öryggisvélunum og afhent forsætisnefnd. Verjandi spurði: "Af hverju var ekki allt myndskeiðið afhent heldur bara hluti" og Guðlaugur svaraði: "Það var aldrei óskað eftir neinu meiru?" Þá kom fram að í dag er ekki mögulegt að fá heildarsýn yfir atburðina. Guðlaugur upplýsti að eftir um tíu daga eyðast upptökurnar út því sama spólan sé notuð aftur og aftur. Dómari spurði þá hvort það væri bara tilviljun að myndbandið væri til? "Það var mín ákvörðun að taka niður þennan hluta af efninu," sagði Guðlaugur. Dómari spurði þá af hverju hann tók ekki niður alla atburðarrásina. "Ég man það ekki," svaraði Guðlaugur.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira