Hamilton: Sigur er góður fyrir sálina 13. nóvember 2011 18:29 Lewis Hamilton fagnar sigrinum i dag í Abú Dabí. AP MYND: Hassan Ammar Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark. Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Jenson Button þriðji. Hamilton náði forystu í mótinu í dag eftir að Sebastian Vettel á Red Bull féll úr leik, þegar afturdekk sprakk óvænt hjá honum í fyrsta hring. Vettel snerist útaf brautinni, en náði síðan að aka inn á þjónustusvæðið en varð að hætta keppni þar sem bíll hans hafði skemmst. Alonso veitti Hamilton mesta keppni eftir að Vettel var fallin úr leik, en Hamilton fagnaði sigri í þriðja skipti á árinu og kom rúmum átta sekúndum á undan Alonso í endamark. „Þessi úrslit eru frábær. Ég er venjulega minn mesti gagnrýnandi, ég er alltaf harður við sjálfan mig þegar ég geri mistök, en ég náði hámarksárangri í dag. Að halda uppi slíkum hraða undir álagi án þess að gera mistök er virkilega ánægjulegt,", sagði Hamilton eftir keppnina. „Mest allt mótið einbeitti ég mér að því að halda bilinu á milli mín og Fernando (Alonso). Hann er svo öflugur ökumaður. Hann gefur manni aldrei tommu. Í lokin var ég farinn að hugsa um sigur, en sagði við sjálfan mig í sífellu að vera ekki að spá í það. Það virkaði. Ég hætti að láta hug minn reika og leyfði mér ekki að hugsa um sigurinn fyrr en ég var kominn í endamark." „Að hafa Jenson á verðlaunapallinum við hlið mér var frábært. Frábært fyrir mig, frábært fyrir hann og frábært fyrir liðið og mikil hvatning fyrir lok tímabilsins. Liðið hefur verið frábært alla helgina og það small allt saman í dag og ég stend í þakkarskuld við alla." „Þetta er svo upplífgandi, fyrir liðið og fyrir mig. Að geta labbað á brott brosandi er frábær tilfinning. Sigur er góður fyrir sálina," sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark. Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Jenson Button þriðji. Hamilton náði forystu í mótinu í dag eftir að Sebastian Vettel á Red Bull féll úr leik, þegar afturdekk sprakk óvænt hjá honum í fyrsta hring. Vettel snerist útaf brautinni, en náði síðan að aka inn á þjónustusvæðið en varð að hætta keppni þar sem bíll hans hafði skemmst. Alonso veitti Hamilton mesta keppni eftir að Vettel var fallin úr leik, en Hamilton fagnaði sigri í þriðja skipti á árinu og kom rúmum átta sekúndum á undan Alonso í endamark. „Þessi úrslit eru frábær. Ég er venjulega minn mesti gagnrýnandi, ég er alltaf harður við sjálfan mig þegar ég geri mistök, en ég náði hámarksárangri í dag. Að halda uppi slíkum hraða undir álagi án þess að gera mistök er virkilega ánægjulegt,", sagði Hamilton eftir keppnina. „Mest allt mótið einbeitti ég mér að því að halda bilinu á milli mín og Fernando (Alonso). Hann er svo öflugur ökumaður. Hann gefur manni aldrei tommu. Í lokin var ég farinn að hugsa um sigur, en sagði við sjálfan mig í sífellu að vera ekki að spá í það. Það virkaði. Ég hætti að láta hug minn reika og leyfði mér ekki að hugsa um sigurinn fyrr en ég var kominn í endamark." „Að hafa Jenson á verðlaunapallinum við hlið mér var frábært. Frábært fyrir mig, frábært fyrir hann og frábært fyrir liðið og mikil hvatning fyrir lok tímabilsins. Liðið hefur verið frábært alla helgina og það small allt saman í dag og ég stend í þakkarskuld við alla." „Þetta er svo upplífgandi, fyrir liðið og fyrir mig. Að geta labbað á brott brosandi er frábær tilfinning. Sigur er góður fyrir sálina," sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira