Hamilton: Sigur er góður fyrir sálina 13. nóvember 2011 18:29 Lewis Hamilton fagnar sigrinum i dag í Abú Dabí. AP MYND: Hassan Ammar Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark. Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Jenson Button þriðji. Hamilton náði forystu í mótinu í dag eftir að Sebastian Vettel á Red Bull féll úr leik, þegar afturdekk sprakk óvænt hjá honum í fyrsta hring. Vettel snerist útaf brautinni, en náði síðan að aka inn á þjónustusvæðið en varð að hætta keppni þar sem bíll hans hafði skemmst. Alonso veitti Hamilton mesta keppni eftir að Vettel var fallin úr leik, en Hamilton fagnaði sigri í þriðja skipti á árinu og kom rúmum átta sekúndum á undan Alonso í endamark. „Þessi úrslit eru frábær. Ég er venjulega minn mesti gagnrýnandi, ég er alltaf harður við sjálfan mig þegar ég geri mistök, en ég náði hámarksárangri í dag. Að halda uppi slíkum hraða undir álagi án þess að gera mistök er virkilega ánægjulegt,", sagði Hamilton eftir keppnina. „Mest allt mótið einbeitti ég mér að því að halda bilinu á milli mín og Fernando (Alonso). Hann er svo öflugur ökumaður. Hann gefur manni aldrei tommu. Í lokin var ég farinn að hugsa um sigur, en sagði við sjálfan mig í sífellu að vera ekki að spá í það. Það virkaði. Ég hætti að láta hug minn reika og leyfði mér ekki að hugsa um sigurinn fyrr en ég var kominn í endamark." „Að hafa Jenson á verðlaunapallinum við hlið mér var frábært. Frábært fyrir mig, frábært fyrir hann og frábært fyrir liðið og mikil hvatning fyrir lok tímabilsins. Liðið hefur verið frábært alla helgina og það small allt saman í dag og ég stend í þakkarskuld við alla." „Þetta er svo upplífgandi, fyrir liðið og fyrir mig. Að geta labbað á brott brosandi er frábær tilfinning. Sigur er góður fyrir sálina," sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark. Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Jenson Button þriðji. Hamilton náði forystu í mótinu í dag eftir að Sebastian Vettel á Red Bull féll úr leik, þegar afturdekk sprakk óvænt hjá honum í fyrsta hring. Vettel snerist útaf brautinni, en náði síðan að aka inn á þjónustusvæðið en varð að hætta keppni þar sem bíll hans hafði skemmst. Alonso veitti Hamilton mesta keppni eftir að Vettel var fallin úr leik, en Hamilton fagnaði sigri í þriðja skipti á árinu og kom rúmum átta sekúndum á undan Alonso í endamark. „Þessi úrslit eru frábær. Ég er venjulega minn mesti gagnrýnandi, ég er alltaf harður við sjálfan mig þegar ég geri mistök, en ég náði hámarksárangri í dag. Að halda uppi slíkum hraða undir álagi án þess að gera mistök er virkilega ánægjulegt,", sagði Hamilton eftir keppnina. „Mest allt mótið einbeitti ég mér að því að halda bilinu á milli mín og Fernando (Alonso). Hann er svo öflugur ökumaður. Hann gefur manni aldrei tommu. Í lokin var ég farinn að hugsa um sigur, en sagði við sjálfan mig í sífellu að vera ekki að spá í það. Það virkaði. Ég hætti að láta hug minn reika og leyfði mér ekki að hugsa um sigurinn fyrr en ég var kominn í endamark." „Að hafa Jenson á verðlaunapallinum við hlið mér var frábært. Frábært fyrir mig, frábært fyrir hann og frábært fyrir liðið og mikil hvatning fyrir lok tímabilsins. Liðið hefur verið frábært alla helgina og það small allt saman í dag og ég stend í þakkarskuld við alla." „Þetta er svo upplífgandi, fyrir liðið og fyrir mig. Að geta labbað á brott brosandi er frábær tilfinning. Sigur er góður fyrir sálina," sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti