Innlent

Neyðarástand vegna Fokker vélar FÍ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vélin var á vegum Flugfélags Íslands.
Vélin var á vegum Flugfélags Íslands.
Neyðarárstand skapaðist á Flesland flugvelli í Bergen í Noregi í kvöld þegar að reykur gaus upp úr flugvél Flugfélags Íslands sem var við það að lenda á vellinum. Slökkvilið, lögregla og sjúkralið var ræst út vegna reyksins.

Tilkynning um reykin barst fjórum mínútum áður en vélin átti að lenda, að því er Bergens Tidende hefur eftir Morten Kronen vettvangsstjóra.

Um var að ræða Fokker 50 vél með um 45 manns um borð, sem allir fóru úr vélinni skömmu eftir lendingu. Allir voru þeir heilir á húfi.

Enginn eldur reyndist vera um borð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×